mánudagur, febrúar 23, 2004

Ég verð að deila þessum gullkornum með ykkur!!!
Ég er að lesa greinar eftir Halldór Laxness og mér finnst hann bara frábær!! Þvílík kaldhæðni, en um leið sönn lýsing á því sem er að gerast...
Þetta sagði hann t.d um Víetnamsstríðið:

"Okkur sem ekki voru skotin í þessu stríði þótti fróðlegt að sjá í sjónvarpinu alla þessa glottandi litlu menn í svörtu náttfötunum; og skíthræddir smákrakkar alsberir á hlaupum yfir torgin undan sprengikúlum siðmenníngarinnar." !!!!!!!!!

Hann var á móti hernaði (eins og ég) og sagði þetta á öðrum stað:

"Og við þá litbræður mína sem játa kristna trú, vildi ég einkum og sérílagi segja þetta: hversu skemmtileg iðja sem morð kann að vera, hafðu það samt fyrir fasta reglu, kæri kristni bróðir, að drepa aldrei fleiri menn en svo að þú ásamt fjölskyldu þinni treystir þér til að éta þá; því að hin eina frambærilega réttlæting þess að vér drepum dýr, er sú að vér ætlum að éta þau." !!!!!!!

Þvílík kaldhæðni og snilli :)
Þegar ég les svona þá verð ég oft svo herská...núna er mér t.d skapi næst að henda frá mér fartölvunni og þramma niður i bæ með mótmælaspjald gegn hernaði..þetta er svoooo rétt sem hann segir!!! Af hverju sjá það svo fáir...allavega er nógu mikið af fólki hérna á ástkæra Íslandi sem er tilbúið að loka augunum fyrir ástandinu í heiminum og vefja þéttar að sér Karen Millen jökkunum sínum á meðan það bíður eftir að geta lagt Audiinum fyrir utan Hótel Holt, þar sem dinner is served!!!!

Ok, búin að fá útrás í dag, núna verð ég ljúf sem lamb það sem eftir er dagsins :)
Heiti því hérmeð að verða aldrei ein af þessum blindu efnishyggjuógeðum sem of mikið er til af í heiminum!!!!!!!

En ég vil endilega sjá comment ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home