sunnudagur, febrúar 22, 2004

Hæj...
Þökk sé Önnu mastermind and wizard þá er þetta blogg aftur komið í lag :) takk fyrir það engillinn minn!!!!!!! þú ert nú bara alveg ágæt og gott betur og ég sendi þér koss fyrir alla hjálpina xxxxxxxxx
Hún er líka svo sniðug, setti inn kommentakerfi og linka fyrir mig vííííííííi :)

En nóg um það....í dag er stórmerkilegur dagur því pínulitli, litli, litli bróðir minn er skyndilega kominn með bílpróf!!!! Snorri litli er 17 ára í dag :) :)
því var fagnað með því að keyra allar götur bæjarins í gærkvöldi (mamma hefur örugglega hringt á hálftíma fresti til þess að segja honum hvernig stefnuljósið virkaði og hvernig maður fer í belti!)

Sjálf var ég stödd á Tapas, þar sem við stelpurnar borðuðum saman ÆÐISLEGAN mat!!!! takk fyrir mig :) við vorum ægilegar dömur, fengum fordrykk og allskonar rétti og það var bara allt æðislegt. Ég er að hugsa um að leggja fyrir til þess að geta farið einu sinni í mánuði út að borða, það er svo gaman!
...og svo eru þau líka með MOJITO!!! sem er besti kokteill sem ég hef prófað, úff!!! fékk mér svoleiðis...og svo til þess að vera nú algjör pæja, þá fékk ég mér líka COSMOPOLITAN á la sex and the city. (sem smakkast langt um betur en gyðudrykkurinn vodki+vatn+lime+klaki)
Héðan í frá fer ég bara inn á staði þar sem er hægt að fá kokteila!!! víííí kanarí eftir mánuð!!!!!!!!!

Það er líka gott að hugsa um það hvað maður á ólíkar vinkonur...ekki myndi ég nenna því að þekkja bara stelpur sem væru alveg eins og ég, hugsuðu eins og klæddu sig eins..ég yrði brjáluð!!!
Þá er líka alltaf svo gaman að hittast..þoli ekki svona vinahópa þar sem ein segir e-ð og allar hinar svara: jiiiiiii EINMITT!!!!!

...annars er kl núna orðin hálffimm og ég hef ekki fengið konudagsblóm þannig að ég hef ærna ástæðu til þess að skokka í Kron á morgun og kaupa mér fallegu svörtu skóna sem ég sá þar í gær :)
takk fyrir það strákar, ekki gefa mér blóm!!!!!

Fyndið samt að lesa blöðin í dag og sjá hvað öllum þessum búðum dettur í hug að markaðssetja sem konudagsgjafir...á konudaginn er BRÁÐNAUÐSYNLEGT að eignast nýtt slettjujárn og wok pönnu og hnífapör og kristalblómavasa ogogogog..eins og kynþokkafyllsti (not) maður landsins sagði svo réttilega, þá er miklu sniðugra að gera e-ð spontant í staðinn fyrir að bíða e e-m "tyllidögum" til að gera e-ð sniðugt.
Allavega finnst mér það ;)

...en það var enginn rass hristur eins og polaroid mynd, bíður betri tíma, hugsanlega næstu helgi ef ég verð ekki komin í göngugrindina mína þá!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home