föstudagur, febrúar 20, 2004

Sæl öll náttdýr

Ég sakna þess stundum síðan ég var lítil og gat bara farið upp í rúm kl 10 og lesið um múmínálfana eða Jónatan í bróðir minn Ljónshjarta, og farið svo að sofa!!!!!!! I am an insomniac!!!! Og það gerist æ oftar...samt er ég svo oft þreytt, ég skil þetta bara ekki.
Það er t.d svo pirrandi að vera orðin sybbin og ætla að fara að sofa....fyrst þarf ég að bursta tennurnar og það allt, og þá er ég bara vöknuð! Og ég er sko búin að reyna að lesa!! Fyrst greinar e Laxness og svo greinar eftir e-a "snillinga" sem skrifa um Laxness. Reyndar er klukkan ekkert svo margt, ég verð bara svo pirruð þegar ég hugsa um alla fallegu draumana sem mig gæti verið að dreyma!

En það er nú líka sérstakt samband á milli mín og drauma...allavega finnst mér gaman að láta mig dreyma:)

Held ég geri tilraun 2 og reyni að sofna, ég er orðin ansi súr...

Sweet dreams..:)
í mínum draum hitar Apparat Organ Kvartett upp fyrir Kraftwerk í Kaplakrika!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home