föstudagur, febrúar 20, 2004

Vá hvað það er mikill föstudagur :)
Föstudagur er einmitt uppáhaldsdagurinn minn, þá geri ég alltaf e-ð skemmtilegt...mér finnst líka fólk yfirleitt skemmtilegra á föstudögum en t.d. á þriðjudögum...eða mánudögum, úff!!
En nóg um það...mikið var ég glöð þegar ég heyrði að Placebo ætla að heimsækja okkur í sumar og verða nýjir vinir, í þeim alræmda félagsskap, íslandsvinir!!! Ekki það að ég sé neitt fan nr 1, en mér finnst þeir samt mjög góðir og hlakka til að sjá þá :)
Svo er ég búin að skemmta mér yfir þessu fólki á rás2 sem er að kjósa kynþokkafyllstu konu landsins, held það vanti kanski e-ð aðeins í sumt fólk sem hringir inn...mér finnst t.d. skrýtið að kjósa mömmu sína! Sko, mér finnst pabbi alveg ágætur...en sex appeal!!! hef lítið pælt í því og held ég geri það bara ekkert...svo er spurt af hverju kýstu hana?? "hún mamma er bara svo sexy, heldur sér svo vel og svona!!!" HVAÐ ER ÞAÐ? en jújú ef mamma ykkar verður ánægð að vera kosin þá er mér svosem sama :)
Á morgun er svo stór dagur...
Margar pæjur ætla að sameinast á Tapas og hafa það gott saman, árlegur atburður sem verður voða skemmtilegur....svo munum við danzzza og hafa gaman ;) blikkblikk

En svona í tilefni föstudagsins þá legg ég fram smá tónlistargetraun......
HVERJIR flytja lagið "Ó litla diskódís" og á hvaða PLÖTU er lagið????
Leggið ykkur fram poppspekúlantar því VEGLEG VERÐLAUN eru í boði ;) ...og ef mér tekst ekki að koma commentakerfinu í gang hérna þá getið þið sent mér póst á gydas@hi.is

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home