þriðjudagur, mars 09, 2004

Ég á nokkrar uppáhaldshljómsveitir sem ég verð stundum manísk fyrir...

Núna er það Maus..það kemur reglulega yfir mig svona mausgeðveiki!! Þá verð ég að hlusta á allt efni sem ég kemst yfir með Maus..mér finnst þeir ótrúlega góðir :)
Þar sem ég lá á maganum um helgina þá sá ég þáttinn hans hr íslenski kynþokki 2004 (þar sem tónlistarmenn koma í viðtal..hvað heitir hann aftur??), og í síðasta þætti var einmitt Biggi í Maus. Þá fékk ég einmitt svona Mausmaníu sem hefur staðið yfir síðan þá.
Það voru nú ófá skiptin sem ég og hún Anna mín drukkum saman kaffi eða bjór eða e-ð annað...og drukkum í okkur textana á Í þessi sekúndubrot sem ég flýt :) góðar stundir....
Mér finnst líka Kristalnótt eitt það fallegasta lag sem ég hef heyrt..textinn er svo fallegur. Biggi sagði einmitt í þessu viðtali þarna á lau að hann gæti ekki samið texta án þess að vera persónulegur...hann er samt ekki væminn!! Þetta eru miklu raunverulegri tilfinningar heldur en e-r tilbúin væmnisvæla!!

En hvað um það...þetta er allavega alvöru tónlistarmaður sem þarf ekki e-n Mr. Big (Einar Bárðar) til að segja sér hvað hann á að gera. Það er það sem mér finnst fyrst og fremst gl

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home