þriðjudagur, mars 09, 2004

Ég á nokkrar uppáhaldshljómsveitir sem ég verð stundum manísk fyrir...

Núna er það Maus..það kemur reglulega yfir mig svona mausgeðveiki!! Þá verð ég að hlusta á allt efni sem ég kemst yfir með Maus..mér finnst þeir ótrúlega góðir :)
Þar sem ég lá á maganum um helgina þá sá ég þáttinn hans hr íslenski kynþokki 2004 (þar sem tónlistarmenn koma í viðtal..hvað heitir hann aftur??), og í síðasta þætti var einmitt Biggi í Maus. Þá fékk ég einmitt svona Mausmaníu sem hefur staðið yfir síðan þá.
Það voru nú ófá skiptin sem ég og hún Anna mín drukkum saman kaffi eða bjór eða e-ð annað...og drukkum í okkur textana á Í þessi sekúndubrot sem ég flýt :) góðar stundir....
Mér finnst líka Kristalnótt eitt það fallegasta lag sem ég hef heyrt..textinn er svo fallegur. Biggi sagði einmitt í þessu viðtali þarna á lau að hann gæti ekki samið texta án þess að vera persónulegur...hann er samt ekki væminn!! Þetta eru miklu raunverulegri tilfinningar heldur en e-r tilbúin væmnisvæla!!

En hvað um það...þetta er allavega alvöru tónlistarmaður sem þarf ekki e-n Mr. Big (Einar Bárðar) til að segja sér hvað hann á að gera. Það er það sem mér finnst fyrst og fremst glatað við þessa stelpuhljómsveit sem á að fara að stofna!!!

Í lok viðtalsins sagði Biggi síðan frá því að hann væri að undirbúa sólóplötu þar sem hann ætlar m.a. að vinna m Skyttunum!!!!! Bestu fréttir sem ég hef fengið lengi :) mér finnst Skytturnar æði!!!!

Dagurinn hjá mér hefur verið ansi heilagur....ég er að lesa Nýja Testamentið og Confessions e Ágústínus, en hann markaði upphaf miðalda og endalok Rómaveldis....hann skírðist 37 gamall og lifði miklu betra lífi eftir að hafa tekið kristna trú..crap!! Eins og það hafi nú breytt miklui!! ég held það allavega ekki..
Af hverju getur fólk bara ekki sameinast um ein trúarbrögð og sleppt öllum þessum deilum, stríðum, morðum og ógeði sem fylgja þeim!!!! Í mínum huga eru trúarbrögð e-ð sem gerir fólk að betri manneskjum...gildir kannski ekki um Ísrael, eða hvað??
Ég get allavega ekki sætt mig við trú á neina ákveðna kirkju fyrr en sú kirkja sem ég trúi á stendur fyrir það sem hún segir!!! og hananú....
Annars segja sálfræðingar hafa sannað að manneskjan búi yfir mestu grimmd á jörðinni..það er allavega nóg af henni í Biblíunni..

Þið þarna sem farið til London á morgun (Fanný) skemmtið ykkur ótrúlega vel!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Vona að þú komir heim með stranga og stranga og stranga af fallegum efnum til að sauma úr ;)

En ég ætla að halda áfram að lesa...in spiritus sancte, hallelúja

...svo má nú ekki gleyma því að þessar stelpuhljómsveitir útkljá deilumálin sín með slagsmálum þar sem hárflyksur og gervineglur fjúka um allt ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home