föstudagur, mars 19, 2004

MÉR FINNST...

Ég er búin að hugsa mikið um það sem er óþarft á Íslandi.....
Mér finnst til dæmis að það mætti alveg sleppa þessari þjóðhátíð!! Hvað fara margar milljónir í þetta fylliríisrugl? Væri ekki mun skynsamlegra að halda almenlegt tónlistarfestival í staðinn!!! eitt svona sumarfestival þar sem Ísland gæti fengið til sín þær hljómsveitir sem eru að túra um....ég er ekki að kvarta, og ég tími því alveg, en þá þyrftum við ekki að borga á svona marga sér tónleika, heldur væri hægt að kaupa miða á festivalið!! :)
Ég hlakka svo til að fara á alla tónleikana sem verða hérna á næstunni!!!! get ekki beðið!!!!

Kvöldið í kvöld lofar líka ótrúlega góðu.....Fanný tókst að kría út miða á Damien Rice :)
Þetta verður alveg frábært....hugsa að ég fari að sauma núna e-ð fallegt til að vera í

Kveikjum á kertum fyrir spánverja, þau þurfa á því að halda...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home