miðvikudagur, mars 17, 2004

og svo kom vorið...

Eða það vona ég allavega...það er allavega hægt að sleppa aukapeysunni núna :)
Svo eru allir líka komnir í betra skap!!! (Allavega þeir sem eru búnir að gera skattaskýrslu hehehe)

En hún Anna heiðraði okkur selfyssinga með nærveru sinni um síðustu helgi...og það var nú bara ekki leiðinlegt :) það er allavega langt síðan ég hef hlegið jafnmikið!!!
Við heimsóttum Önnu Kristínu og Taniu..og það var mikið rætt um Akureyrarheimsóknir..jú og ýmsar hljómsveitir...flóran í íslensku tónlistarlífi reyndist allavega fjölbreytt! blikk blikk

Svo tókum við smá menningarrúnt um bæinn...ég er enn jafn aktíf í menningunni
Pakkhús: sveitt fólk að syngja fiskinn minn og skv Önnu (sem fékk að labba inn því við tímdum ekki að borga), tinu turner dansinn á fullu!!!
HM: mikið um neon ljós og neon töffara og neon gellur....kannski sjá þau spíttið sitt betur þannig..alltaf sömu fordómarnir..skamm!
Kaffi krús: einn bjór :) og fullt af sögum !!!
Á RÚNTINUM: Margir bílar keyra í hringi...græjur í botni...strákar leggja á ská og skoða dekkin hjá hver öðrum...snorri bró með fullan bíl af gellum ;) og svo við með nýja rokkland diskinn hennar Önnu (ekki í botni)

En engu að síður, ótrúlega skemmtilegt kvöld...

Lúðrasveitir settu sinn svip á helgina...það var ein í leikritinu sem ég fór að sjá á föstudagskvöldið, Meistarinn og Margaríta ;)
Frábær sýning!!!! Og gerð eftir frábærri bók...held að allir ættu að lesa hana.
Ég missti nú samt af henni Írisi sem ákvað að skella sér á "djammið" á meðan...hún er líka búin að skíra litlu skessuna sína; Emiliía Hugrún :)
Það er samt fyndið að hugsa til þess að þar sem við sátum og glöddumst saman yfir skírninni þá vorum við alveg sammála um það að trúarbrögð væru undirrót alls ills í heiminum...ég mun því ekki skíra mín börn heldur gera eins og mamma og pabbi; láta börnin ákveða sjálf hvað þau gera :)

Núna ætla ég samt að snúa mér að því að lesa fyrir prófið mitt á morgun...textagreining :/



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home