laugardagur, mars 13, 2004

og um menninguna..

Ég hef verið óvanalega upptekin við að innbyrða menningu undanfarna daga. Á fimmtudaginn fór ég á nemendatónleika í Söngskólanum hennar Höllu og svo fór ég í Hafnarfjarðarleikhúsið í gær.

Sumt fólk á sko bara ekki að syngja!! Þá á ég nú ekki við hana Höllu (sem söng alveg eins og engill, eins og vanalega:) ), heldur suma aðra sem voru að syngja þarna!! Og þetta var svoldið pínlegt því við sátum fremst og vorum það fyrsta sem upprennandi söngstjörnur höfðu fyrir augunum...
Það var samt sérstaklega einn strákur (æj greyið samt)....ég þurfti að passa mig að fylgjast bara með stígvélunum mínum á meðan hann þandi sig. Ég hætti síðan við að segja e-ð við Röggu, því ég var svo hrædd um að fara að flissa... Í hléinu tókum við svo eftir því að foreldrar hans sátu við hliðina á okkur!! gott ég sagði ekkert!!
En það á víst að vera hægt að kenna öllum að syngja....

Svo fór ég nú líka í leikhús....það var samt ekkert deit, þetta var bara með bókmenntafræði, en það var ótrúlega gaman :) Við fórum að sjá Meistarann og Margarítu, gert eftir sögunni hans Bulgakovs....og þetta er svo flott sýning!!!!! Mig langar aftur!!!
Bókin kviknaði einhvernveginn til lífsins þarna fyrir framan mig, nú þarf ég sko að fara að lesa hana aftur...

En ég varð ekkert smá hissa þegar mér var svo sagt að aðalgaurinn í leikritinu, sem leikur Satan, sé giftur henni Sirrý!! Hvað á það að þýða?? Hann er svooo frábær leikari, en hún er aftur á móti leiðinlegasta manneskja sem ég hef séð í sjónvarpinu!!.....en það er víst lítið hægt að gera við svoleiðis..

En allavega..leikdómurinn sem ég þarf að skrifa um þetta leikrit verður fullur af fallegum lýsingarorðum :) ...það hefði samt mátt gera meira úr persónu Behemots, hann er svo fyndinn í bókinni..

Svo er ég nú bara komin á Selfoss í dag.
Hlakka svo til að hitta hana Önnu mína í kvöld :) jibbí!!
Ég fæ smá fiðrildi í magann þegar ég hugsa um það mas :) Ætli við munum ekki sitja á kaffi krús og innbyrða ósköpin öll af kaffi og sykri og mjólk og hún sígarettur og ég óbeinar reykingar..hehehehe, það verður frábært!!

Innan tíðar mun svo ný tónlistargetraun líta dagsins ljós...ég hef verið að kynna mér ýmislegt sem ég ætla að spyrja um :)

A bientot, mes amis...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home