sunnudagur, mars 07, 2004

Sunnudagur...

Skrýtið með fólk sem veit mikið, stundum veit það bara það sem það veit! E-r fer með mikla speki en veit svo ekkert annað en það....eins og að tala um stjórnmál. Flestir vita bara það sem þeir vita um þá flokka sem þeir kjósa, en vita svo ekkert um allt hitt sem er í gangi... frekar heimskulegt að mínu mati, allavega ástæða til þess að forðast að tjá sig um það á þeim grundvelli að vita ALLT um þetta.... Allavega ætla ég að gera það héðan í frá, passa mig að vita ekki ALLT, heldur bara það sem ég veit :)

Þannig ættu blaðagreinar og fréttir og pistlar og viðtöl frekar að byrja á orðunum: Mér finnst... í staðinn fyrir: Staðreyndin er sú... eða Og þannig er mál með vexti... eða: ÞAÐ ER... Þannig er hægt að forðast allan misskilning og heimskulegar alhæfingar birtar með myndum af viðkomandi.

En kannski vita sumir bara allt...það getur líka verið, hver veit??

Markmið vikunnar er að segja bara satt, það hlýtur að vera best bara...
Þannig FINNST MÉR undarlegur atburður hafa átt sér stað í dag...íslenskt gæruhljómsveitaraudition!!!
Fara þær kannski allar í makeover hjá Ruth og danstíma hjá Yasmin áður en fjörið hefst?? held ég hafi aldrei verið jafn fúl og þegar ég keypti bol fyrir nokkrum árum og sá svo Yasmin syngja í alveg eins í sjónvarpinu + alveg eins buxum og ég átti!!!! Kannski var hún að reyna að vera kúl hehehehe ;)
En ætli EB hafi það ekki að aðalmarkmiði að gera þessa tilvonandi hljómsveit að idoli fyrir allar stúlkur landsins...þær eru svoooo góð fyrirmynd, og svo kunna þær allar að syngja líka..
Mér finnst aðalmálið vera að finna hjá sér e-a köllun til þess að búa til tónlist og vilja koma henni á framfæri. Ok þarf ekki að vera mjög alvarleg köllun, en allavega þannig að fólk geri það án þess að hafa e-n svaka bissnezz gæja til að segja sér hvernig best sé að gera það!!!

Þetta er samt örugglega mjög sniðugt fyrir þá sem langar til að verða frægir....en e-ð sem hægt er að hugsa tilbaka með stolti???

(Ný tónlistargetraun í lokin, hver á þennan texta?)
Now, I´ve just got to cut loose
Before it gets late
So I´m going
I´m going
I´m gone







0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home