miðvikudagur, mars 31, 2004

SVO MIKIÐ VESEN!!!!

Já það fylgir því greinilega vesen að fara til útlanda :/
Nú er stutt þangað til ég fer....ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn... og hvað heldur fólk eiginlega?? Að ég komi aldrei aftur??? Ég hef allavega þurft að svara til saka, eins og morðingi, fyrir það að hafa nú ekki hitt alla áður en ég fer...en kommon!! ég kem aftur 17.apríl...ekki nema flugvélin hrapi...eða þá að ég hitti draumprinsinn þarna úti ;) hahahahahhaha loðinn og lítill...og lítill, held ég hafi enn ekki séð neinn á kanarí sem nær mér upp á nef...

En hvað um það...annað vandamál sem fylgir þessu útstáelsi er farangurinn! Ég ætlaði sko að vera sniðug í gær og byrja að huga að farangrinum...en NEi, það er sprunginn rennilásinn á töskunni minni!!! Hvað á það að þýða?? Ég þoli ekki að ferðast með margar litlar úttroðnar gamlar skólatöskur..ég vil bara hafa EINA tösku og hún á að vera á HJÓLUM!!!! Urrrrrrrrrrrrrr

Og svo er það elskulegi skólinn....ég þarf að skrifa tvær ritgerðir og lesa fyrir lokapróf þarna úti...hmmm, hvaða bókasafn og heimildir á ég að nota???

Já ég viðurkenni það...ég er að deyja úr stressi!!!! Ég þarf alltaf smátíma til að aðlagast hlutum og hafa tíma til að venjast öllu svona....en núna hef ég það ekki!!! Það er bara allt að verða vitlaust :/
kannski ætti ég að búa mér til svona check lista...

Á meðan ég sit svo og hugsa um þetta allt þá geri ég ekkert til að bæta það..ég er bara búin að vera að reyna að æfa mig á gítarinn hans Adda sem ég var að fá lánaðann :) Fer með hann í stillingu þegar ég kem heim og svo hefst undirbúningur fyrir næstu músíktilraunir, í flokki eldriborgara hehehehehe

En í dag get ég allavega checkað við blogg...dugleg gyðði ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home