föstudagur, apríl 02, 2004

Og hverju er ég að gleyma...

Er ég búin að spyrja sjálfa mig svona þúsund sinnum!! Og það hefur ýmislegt komið í ljós...hmm, linsum, skóm (af því ég verð að hafa allavega 4 pör!!), e-ð til að binda hárið með og fleira og fleira...
Næst ætla ég að fá Völu Matt til að pakka fyrir mig!! Sjitt mig vantar skipulagshæfileika :/
Annars er ég mest stressuð yfir því að geta ekki sofið nóg...ég er svo afskaplega geðvond þegar ég er sybbin og nývöknuð og það passar illa við 5 tíma flug...mér gæti verið afneitað af fjölskyldunni (við þekkjum ekki svona óþæga stelpu)..þannig að ég fer að hátta svona um hálfátta...hahaha rímar :)

Og hverju mun ég missa af...jah..páskasprelli, páskaeggi frá afa, knúsi frá Önnu!!, öllum sem mig langar að hitta í 2 vikur, og kannski smá snjó og svoleiðis...(A sarcastic smile follows upon these final words..)

Annars tók ég mig til í gærkvöldi og kvaddi minn heimabæ með virktum. Þannig var að það stóð til að hitta stelpurnar á kaffi krús svo ég gæti nú bara kvatt þær allar í einu....en Soffía var eina sem kom (segir kannski e-ð, ég veitiggi) þannig að við vorum bara tvær..þangað til Auður kom, rétt fyrir lokun. Og við fengum okkur risabjór sem var á tilboði og fórum að skrifa atómljóð um okkar nánasta umhverfi...og það var sko ekkert smá fyndið :) ég skal birta þau seinna...held að soffía sé með miðana
Okkur langaði svo í einn bjór í viðbót áður en við færum heim þannig að við fórum á pakkhúsið og skrifuðum auðvitað annað ljóð þar...það verður þrykkt með gulli á barinn von bráðar :)
Við ortum um fólkið sem var í gríð og erg að dansa kónga og höfuð, herðar, hné og tær...skrýtinn skemmtisiður by the way...??
Síðan fór ég bara heim....og nú hlakka ég alveg til að koma aftur heim eftir tvær vikur svo ég geti klárað allt prófavesenið og farið svo á fullt af tónleikum :)

En ég held að það sé svona netkaffihús þarna..vona það allavega, þannig að ég geti skrifað um það sem á daga mína drífur þarna úti....

Gleðilega páska bara þangað til næst....koss (þeir sem eiga það skilið)



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home