sunnudagur, apríl 18, 2004

VELKOMIN HEIM FREKNA!!!!!!!!
Takk fyrir það...mikið er gott að komast heim loksins...ekki það að það bíði mín neitt skemmtileg veröld; ég er fátæk, heimilislaus og að byrja í prófum uhuhuhuhuhuhuhuh...en hey, Valli Reynis er þó búinn að opna KAFFIBARINN (e-ð finnst mér það hljóma kunnulega????) á selfossi...fer þangað og drekki sorgum mínun hehehe...Annars er ég mikið búin að spá í það hvenær hann verði kærður fyrir nafnastuld? come on, fyrst MANGO...og svo KAFFIBARINN!!!!! Spurning um að fá smá hugmyndaflug næst í jólagjöf.....?

Heyrði það annars hjá Höllu að þetta væri ágætur staður þannig að....og svo má maður heldur ekki alltaf dæma allt fyrirfram hehehehe :)

Annars er ég svona ad jafna mig smátt og smátt á fýlunni sem ég fór í eftir stúdentagarða málið alltsaman..úff! Þegar ég verð búin að skila ritgerðinni minni á morgun þá fer ég og tala við úrskurðarnefnd og fæ þá til að athuga þetta fyrir mig....ég gæti endað á því að kæra stúdentagarðana...þá verða þau svo ánægð að fá mig til að búa hjá sér :)

Nóg um það samt...nenni ekki að ergja ykkur með því...Flugferðin heim var ágæt. Ég skil samt ekki hvað svona flugvélar eru litlar og hvernig allt þetta fólk kemst fyrir..það vottaði aðeins fyrir innilokunarkennd! Svo legg ég til að öllum miðaldra gullskrýddum kellingum verði bannað að vera með ilmvatn í flugvélum..fýlan af þeim!!!!!!!!!!!! Það var svona ægilega brúnt og ægilega vel lyktandi par fyrir framan mig og Snorra og ég var bara alveg að verða flugveik, en það slapp nú samt :)
Og það er himneskt að vera bara komin heim í dag. Vaknaði í mínu rúmi og fékk mér gott og íslenskt vatn og svo alvöru gott og íslenskt kaffi og svo ofsa góða íslenska beyglu m osti, namm :) Svo á mamma mín afmæli í dag, við dýrin gáfum henni bleikan bol og pabbi gaf henni voða fínt gull armband þannig að hún ætlar að elda e-ð gott í kvöld í staðinn...þessi elska orðin 49 ára :) hahaha þetta mátti ég ekki segja

En Auður...ef ég skildi þig rétt þá ertu komin með blogg, hvernig væri að skilja eftir upplýsingar um hvernig ég geti lesið það elsku litli sauður??? ;)

Ný tónlistargetraun: Hvar get ég fundið bestu upplýsingar um að læra á gítarinn minn á netinu??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home