föstudagur, maí 28, 2004

Án karlmanns er ekkert hægt..

Eða það virðast allavega margir halda. Hef svoldið lent í því undanfarið að fólk sé að spyrja mig hvort það "sé ekki e-r í spilinu, eða sigtinu" eða e-u öðru. Ég svona yppi sakleysislega öxlum.."neeeii, ekki núna" og þá fæ ég alltaf sama fokking meðaukmkunarsvipinn.."æj......(vandræðaleg þögn)...en það kemur nú örugglega bráðum" Eins og ég geti bara ómögulega verið til ef ég á ekki kærasta!!!! Skil nú bara ekki svona fávitaskap..mér líður bara ágætlega ein. Þá er ég ekki að meina það í neinum svona kaldhæðnistón sem felur í sér gremju og vonbrigði, heldur líður mér bara vel eins og staðan er í dag...ef svo e-r nógu sérstakur kemur og breytir því þá er það líka bara æðislegt...en heimurinn mun ekki farast þó ég sé ein!!!!!

Annars er ég nú ekkert alltaf ein...ég fór t.d með yndislegu vinkonum mínum Írisi, Önnu og Fanný og sá Pixies á miðvikudaginn. Það var ólýsanlega gaman!!!!! Eftir tónleikana fórum við svo á 22 þar sem Pixies og Violent femmes glumdu í hátölurunum og það var pínu súrrealískt að sitja þarna og hlusta og vera nýbúin að sjá bæði böndin live :) ...en toppar alls ekki Hróarskelduna sem mig langar ennþá svo mikið að fara á, buhuhhuhuhuhuhuhu! ...það verður greinilega að bíða betri tíma og fjárráða, Gyða er að verða skynsamari með aldrinum.

Svo er að renna upp Hvítasunnuhelgi..ég sit hérna í vinnunni og iða í skinninu að komast út og heim og í góða veðrið..kosturinn við að vinna á upplýsingamiðstöð er að ég er búin að fá svo margar hugmyndir um hvað ég get gert í sumar og aðalkosturinn er að ég get oft fengið það ókeypis! í fyrra gátum við farið í fjórhjólaferð á Mýrdalsjökul og í Haukadal og út að borða útum allt ókeypis því við vorum að kanna aðstæður fyrir túristana!! Í dag var mér svo boðið í ókeypis hvalaskoðunarferð!! Það er nú kannski bara ekki svo vitlaust...flytja dótið mitt heim, fara í hvalaskoðun, hitta stelpurnar og eiga bara fína hvítasunnuhelgi :)
jibbí

Ég er allavega komin í leynifélag sem heldur fundi á fimmtudagskvöldum..heheheheeh

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull er þetta commentakerfi fúlt!!

4:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eg var ad leita ad, takk

2:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home