þriðjudagur, maí 25, 2004

Túttan!!!

Nýtt orð hefur rutt sér leið inn í íslenskan (eða á ég að segja selfyskann??) orðaforða, en það er orðið tútta. Ef ég skil orðið rétt þá er þetta orð sem stelpur geta tekið sem hrósi ef þær eru álitlegar í útliti. Stelpa sem gengur inn á bar, ber sig vel og vekur athygli karlmanna á svæðinu, má því eiga von á að heyra athugasemdir eins og: "Þú ert nú meiri túttan!", "Hey, er aðaltúttan mætt?", "Djöfull ertu mikil tútta!" ...og fleira í þeim dúr.
Það sem ég skil bara ekki er hvernig fólki, og þá sérstaklega stelpum, dettur í hug að taka þessu orði sem hrósi! Ef mér yrði sagt að ég væri mikil TÚTTA þá færi ég heim og skipti um föt! Þetta snýst nefnilega allt um það hvaða virðingu þú vilt láta bera fyrir þér. Ég kæri mig ekki um að vera kölluð aðeins eftir líkamshluta, það finnst mér gefa í skyn að það sé lítið annað í mig varið annað en tiltekinn líkamshluti!!!
Þið túttur sem eruð þarna úti...pælið aðeins í bókstaflegri merkingu orðsins! Er það fullnægjandi fyrir ykkur að vera bara TÚTTA??

Annars væri líka hægt að yfirfæra þetta yfir á stráka...hehehe
Gaur sem væri flottur væri þá kannski "geðveikur böllur". ´"Vá, djöfull er hann reðurslegur!", eða "Já, ég stóðst ekki mátið hann var svo böllslegur!"

hmmmm.....



1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tútta er bara flott orð sem mér finnst vera gott hrós í garð kvenna. Það er fátt betra en vera aðaltúttan.

5:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home