mánudagur, maí 17, 2004

vænt og grænt

Mér finnst æðislegt þegar allt verður grænt á vorin. Það gefur mér einhvern ótrúlegan kraft að fara út og þefa af grasinu :) enda er ég búin að opna alla glugga og hurðir til þess að fá vorloftið inn...verst að það er rigning svo ég get ekki viðrað allt draslið hérna inni...en mig langar í útilegu!!

Allavega í bíltúr..þá er ég líka alltaf eins og hálfviti. Það er e-ð með það að keyra og hlusta á tónlist í botni!! Ég fæ alltaf svo mikla útrás við að syngja með og setja stút á munninn og píra augun framan í sólarlagið ;)
Fór einmitt í gærkvöldi og keyrði niður í fjöruna hjá eyrabakka og stokkseyri...ég elska fjöruferðir!! ..(en það ættu allir sem þekkja mig að vita) ;) Daewooinn hennar mömmu virkaði bara vel í hlutverki sínu sem svartur, gamall og ótrúlega kúl amerískur kaggi...og geislaspilarinn hans snorra var ágætur þó hljómgæðin hefðu mátt vera betri. En B.R.M.C., singapore sling og gömlu vinir mínir í deftones hljómuðu samt bara vel. Og ég söng og söng með og tók mögnuð tilþrif í huganum..það er alltaf gott að geta látið sig dreyma svoldið á sunnudögum...

Daginn í dag vil ég svo tileinka honum elsku afa mínum sem er mesta hetja sem ég veit um..hann þraukar þrátt fyrir miklar kvalir. Fór til hans áðan og gat ekki annað en brosað þegar hann reif súrefnið úr nefinu á sér til þess að fá sér almenninlega í nefið :)


2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ok er að reyna að búa til commentakerfi..mitt (sem anna setti hérna) datt út..:)

5:18 e.h.  
Blogger Gyda said...

díses og þá hurfu öll hin commentin!!!???

5:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home