laugardagur, júní 05, 2004

Að horfa út um gluggann..

Þá er hægt að útiloka sig frá heiminum, ég er inni þið eruð úti. Það sem ég sé úti er ekki sami heimurinn og er inni hjá mér. Og ætli ég tilheyri yfirhöfuð þessum heimi sem ég sé þarna úti?? Mér finnst það stundum ekki...við breiðum kannski öll yfir okkur huliðshjskikkju þegar við förum út í heiminn..þá getum við haldið áfram að eiga okkar eigin heim, sem enginn sér, þegar við lokum útidyrahurðinni.

En svo bætist líka alltaf nýtt fólk við í heiminn okkar :) og hún elsku Hulda mín er loksins búin að fæða litlu pixies prinsessuna sem átti að fæðast 26.maí víííííííííí kom í nótt og er með hár og 13,5 merkur...hlakka ofboðslega til að sjá hana og Huldu og Jakob

Lögmál náttúrunnar veltur því áfram..það kemur nýr einstaklingur í stað þeirra sem fara..vona samt að enginn þurfi að fara strax

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home