Já sjómennskan...
Ég gerðist landshornaflakkari í gær..fór til Vestmannaeyja í kynnisferð með hinum upplýsingamiðstöðvunum. Úff, við fórum í smá sjóferð..sem betur fer var hún ekki löng og ég gat haldið í mér sjóveikinni minni :) Eftir það fengum við svo að borða þarna á stað sem heitir Höllin...og það var svartfugl í matinn!! Vissi ekki alveg hvað ég átti að gera..henda matnum undir borð og þykjast tyggja, sl því að borða og vera algjör dóni..þetta var smá taugastríð og svo ákvað ég að smakka bara. Þetta var ágætt, svoldið mikið blóð en ég er ennþá á lífi allavega... en ég gat samt ekki klárað!!
Stendur svo til að fara í Landmannalaugar núna bráðum...ég er samt ekki þessi ferðamennskutýpa. Í gær fór ég t.d. bara í peysu, fattaði ekki alveg að ég væri að fara út á sjó og svona..og þið sem hlæið alltaf að lopavettlingunum mínum: ef ég hefði ekki verið með þá í gær í töskunni (eins og ALLTAF, ALLTAF) þá hefði ég líklega dáið úr kulda..þeir voru bæði fyrir hendur og eyru og kinnar :) takk elsku amma fyrir að halda í mér lífinu með vettlingunum!!!!
Verð líklega bara að fara á svona námskeið í að útbúa mig fyrir ferðalög...
En það er ekkert mál að fara í svona bílaferðalög..ég er nú bráðum að fara norður aftur til Önnu, með Fanný og kannski verður Soffía þar á sama tíma :) gaman gaman!!
Anna var einmitt hér um síðustu helgi...dásamlegt! Fanný kom líka og við kíktum aðeins út á hinn sívinsæla Kaffibar...hmm, vinur bróður míns reyndi að leggja snörur sínar fyrir okkur..."heitir þú Sigrún, blikk blikk" hvað á það að þýða!!?
Næsti gaur var álíka glataður og sá þriðji (sem var í flotta tríóinu á kantinum) toppaði allt, "hey, eigum við að bíða í allt kvöld, eððða!!?"
Þegar ég kom heim var ég samt svo ótrúlega hamingjusöm því ég fékk staðfestingu þess efnis að ég og mínar elskulegu vinkonur erum ekki boðlegar fyrir hvern sem er :) stelpur við getum verið stoltar!!!
Ég varð líka ósköð fegin ( í smástund) að hafa ekki farið á Hróarskeldu þegar ég las það í blaðinu í morgun að Bowie hefði hætt við að koma fram! Grey kallinn fékk sleikjó í augað og er víst bara hálfslappur. Og Muse gætu víst líka hætt við því pabbi eins þeirra er nýdáinn...segi nú samt ekki að ég vildi ekki vera þar, ég er bara að hugga mig við þetta ;) ...en að fá sleikjó í augað er nú samt svoldið spes, heheheh og manneskjan sem gerði það er búin að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar.."sorry mr Bowie that I poked my thing in there" hehehehehehehehehe...
Það versta við þessa Vestmannaeyjaferð var nú samt að ég missti af því að sjá Peaches í Klink og bang :( hefði verið til í það en svona er þetta bara...
Ég gerðist landshornaflakkari í gær..fór til Vestmannaeyja í kynnisferð með hinum upplýsingamiðstöðvunum. Úff, við fórum í smá sjóferð..sem betur fer var hún ekki löng og ég gat haldið í mér sjóveikinni minni :) Eftir það fengum við svo að borða þarna á stað sem heitir Höllin...og það var svartfugl í matinn!! Vissi ekki alveg hvað ég átti að gera..henda matnum undir borð og þykjast tyggja, sl því að borða og vera algjör dóni..þetta var smá taugastríð og svo ákvað ég að smakka bara. Þetta var ágætt, svoldið mikið blóð en ég er ennþá á lífi allavega... en ég gat samt ekki klárað!!
Stendur svo til að fara í Landmannalaugar núna bráðum...ég er samt ekki þessi ferðamennskutýpa. Í gær fór ég t.d. bara í peysu, fattaði ekki alveg að ég væri að fara út á sjó og svona..og þið sem hlæið alltaf að lopavettlingunum mínum: ef ég hefði ekki verið með þá í gær í töskunni (eins og ALLTAF, ALLTAF) þá hefði ég líklega dáið úr kulda..þeir voru bæði fyrir hendur og eyru og kinnar :) takk elsku amma fyrir að halda í mér lífinu með vettlingunum!!!!
Verð líklega bara að fara á svona námskeið í að útbúa mig fyrir ferðalög...
En það er ekkert mál að fara í svona bílaferðalög..ég er nú bráðum að fara norður aftur til Önnu, með Fanný og kannski verður Soffía þar á sama tíma :) gaman gaman!!
Anna var einmitt hér um síðustu helgi...dásamlegt! Fanný kom líka og við kíktum aðeins út á hinn sívinsæla Kaffibar...hmm, vinur bróður míns reyndi að leggja snörur sínar fyrir okkur..."heitir þú Sigrún, blikk blikk" hvað á það að þýða!!?
Næsti gaur var álíka glataður og sá þriðji (sem var í flotta tríóinu á kantinum) toppaði allt, "hey, eigum við að bíða í allt kvöld, eððða!!?"
Þegar ég kom heim var ég samt svo ótrúlega hamingjusöm því ég fékk staðfestingu þess efnis að ég og mínar elskulegu vinkonur erum ekki boðlegar fyrir hvern sem er :) stelpur við getum verið stoltar!!!
Ég varð líka ósköð fegin ( í smástund) að hafa ekki farið á Hróarskeldu þegar ég las það í blaðinu í morgun að Bowie hefði hætt við að koma fram! Grey kallinn fékk sleikjó í augað og er víst bara hálfslappur. Og Muse gætu víst líka hætt við því pabbi eins þeirra er nýdáinn...segi nú samt ekki að ég vildi ekki vera þar, ég er bara að hugga mig við þetta ;) ...en að fá sleikjó í augað er nú samt svoldið spes, heheheh og manneskjan sem gerði það er búin að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar.."sorry mr Bowie that I poked my thing in there" hehehehehehehehehe...
Það versta við þessa Vestmannaeyjaferð var nú samt að ég missti af því að sjá Peaches í Klink og bang :( hefði verið til í það en svona er þetta bara...
1 Comments:
Það er líka ömurlegt veður á Hróarskeldu og verður sennilega alla helgina....við getum verið sáttar hérna heima!! Upp með lopann!
Kv. Anna Ofurjákvæða...
Skrifa ummæli
<< Home