fimmtudagur, júní 10, 2004

Lítil diskódís..

Þessa dagana hef ég verið að kíkja í bók sem er ein af mínum uppáhaldsbókum. Hún lætur kannski ekki mikið yfir sér í augum allra, hefur ekkert fræðigildi eða þannig en er bara svo ótrúlega raunsönn...þetta er bókin um hana Dís!!
Ég get aldrei varist brosi þegar ég les hana..þetta er svo líkt mörgu sem ég hef annaðhvort heyrt um eða upplifað sjálf og tíhíhíhí, æðislegt að sjá þetta svona á prenti :)

Þegar ég er hætt að flissa að Dís þá get ég opnað Furstann og lesið um hugmyndir Macchiavellis um hinn fullkomna leiðtoga, óskeikul og óvægin!! Hannes Hólmsteinn reynir...en hefur ekki enn tekist það. Ætli það sé þess vegna sem hann kennir þessa bók??

Það er annars ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að skrifa um...ég gæti auðveldlega orðið metsöluhöfundur, hehehehe
Það er líka svo magnað að lesa ljóð..þau eru svo persónuleg og óheft (allavega sum) og mér finnst skáld eiga hrós skilið fyrir að opna sig svona fyrir lesendum og gagnrýnendum sem gefa þeim svo kannski ekkert tækifæri. Þess vegna finnst mér voða erfitt að dæma ljóð, þau eru svo misskiljanleg.. hugarástand höfundarins skiptir svo miklu máli, úff..hvet ykkur allavega til að lesa ljóðin hennar Álfrúnar Gunnlaugsdóttur!!

En nóg af svona bókmenntafræðipælingum...

ég er með svo súran húmor...áðan var ég að kvitta fyrir pósti fyrir upplýsingamiðstöðina, það var fullt af fólki hérna, og í pakkanum voru bæklingar frá Reðursafni Íslands..bréfið frá gaurnum sem sér um safnið var svo fáránlegt að ég gat ekki haldið í mér!!! "Með vinsemd og virðingu...reðurstofustjóri" hahahahahahahhahaha og svo kemur fram í bæklingnum að nú sé hægt að stunda reðurfræði þökk sé hinu merka safni, hahahhahahaha!!! jájá kúk og tippa húmor virkar alltaf vel á mig :)
Komið endilega við og fáið ykkur eintak!!

Annars á ég frídag á morgun...frá kl 2 :) krossa bara putta og vona að það verði ennþá sól því þá ætla ég að fara í sólbað og fá freknur...eins og Gandhi sagði "We must be the change we wish to see in the world." (Yfirfært á mig þýðir þetta: Þú verður að vera í sólbaði ef þú vilt fá freknur!!)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Halló Gyða mín, er að prufa hvort það virki að gera anonymously....!
Heyrumst sennilega á eftir
þín Anna Margrét

11:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home