miðvikudagur, júlí 07, 2004

Það er komið að því..

Placebo í kvöld og ég er ótrúlega spennt :)
Vona að þeir standist væntingar því ég hef heyrt að Metallica hafi ekki gert það! En það má nú örugglega deila um það eins og allt annað...fúlt samt að kaupa miða á tónleika sem maður er svo ekki ánægður með...

Þó ég hafi samt engan áhuga á Metallica þá væri ég alveg til í að sjá myndina þeirra, vælandi rokkstjörnur af umfjöllun að dæma, hehehehehe Ætli það sé gott eða vont fyrir ímyndina að opna sig svona, hmmmm?

Ég er samt mikið búin að pæla í því sem ég sá í e-u blaði, mynd af Metallica í bláa lóninu og Finnur (sem lék í BLOSSA) að gefa þeim að drekka....fékk hann að vera þarna af því hann er svo töff og með svo mörg tattú, eða starfar hann kannski við það að taka á móti frægu fólki á Íslandi???? Ég hef nebblega oft séð hann áður í tengslum við svona e-ð ...en kannski er það bara þannig að þegar e-r frægur kemur hingað þá er hóað í alla töff fulltrúa íslensku þjóðarinnar sem fá svo að umgangast stjörnunar??


Standardinn fyrir "töff" mætti þá alveg breytast e-ð....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Að vera töff
tekur taugarnar á
Reynd'að vera röff
rokkari verður þá!

eða e-ð ! já spurning um að koma með ný viðmið;o)
kv. Pannan

11:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home