Ótrúlega er allt stundum skemmtilegt :)
Ég er búin að eiga svo góðar stundir undanfarið, veit varla hvar ég á að byrja..
Placebo voru ótrúlegir!! Frábærir tónleikar og mjög gott lagaval hjá þeim, ég er enn að hugsa um Brian Molko á sviðinu í svarta bolnum, grrrrrr...
Svo pakkaði ég í tösku og keyrði norður á Akureyri með henni Soffíu, roadtrip dauðans! gott að við vorum bara einar í bílnum, hvílíkur og annar eins ósómi hefði nú ekki liðist hjá hverjum sem er ;)
Soffía fær 10 rokkprik fyrir að sýna á sér nýjar og villtar hliðar á leiðinni heim, heheheheehe...já og gallarnir eru í vinnslu elskan mín ;)
Á Akureyri hitti ég svo ástkæra Önnu mína sem var búin að skipuleggja heljar útilegu, þar var útileguandinn svo sannarlega við völd!! Ég hitti fullt af nýju og skemmtilegu fólki og er endanlega sannfærð um að vinkona mín sé nú bara í góðum höndum þarna hinumegin á landinu :) ég kynntist m.a. ungri stúlku sem ætlar að halda skilnaðarpartí, a guy who wears a THONG, miklum megasaraðdáanda, manni sem spilar bridds og gengur undir ýmsum dulnefnum og tveimur stelpum sem skutu skjólshúsi yfir íbúa rauða tjaldsins á meðan rigndi í útilegunni :)
Bjórinn okkar framleiddi mikið af súrum húmor sem fékk að njóta sín og upp spratt allskyns vitleysa og bull sem við hlógum OFBOÐSLEGA mikið af!!! Skvísurnar höfðu aðsetur í OG VODAFONE tjaldi (sem ég get mælt með..það er samt erfitt að skipta um föt þar, best að sleppa því bara) og við sungum og sungum og sungum undir öruggu undirspili hins magnaða HEMILS (sem hét ekki Emil, heldur Danni en ekki Gunni eins og sumir héldu,hehehe), en honum tókst á undraverðan hátt að spila næstum allt sem við báðum um...
Ein besta útilega sem ég hef farið í í langan tíma :)
...það var þessvegna svoldið erfitt að keyra aftur heim, fer vonandi bara aftur við fyrsta tækifæri..
Ég er búin að eiga svo góðar stundir undanfarið, veit varla hvar ég á að byrja..
Placebo voru ótrúlegir!! Frábærir tónleikar og mjög gott lagaval hjá þeim, ég er enn að hugsa um Brian Molko á sviðinu í svarta bolnum, grrrrrr...
Svo pakkaði ég í tösku og keyrði norður á Akureyri með henni Soffíu, roadtrip dauðans! gott að við vorum bara einar í bílnum, hvílíkur og annar eins ósómi hefði nú ekki liðist hjá hverjum sem er ;)
Soffía fær 10 rokkprik fyrir að sýna á sér nýjar og villtar hliðar á leiðinni heim, heheheheehe...já og gallarnir eru í vinnslu elskan mín ;)
Á Akureyri hitti ég svo ástkæra Önnu mína sem var búin að skipuleggja heljar útilegu, þar var útileguandinn svo sannarlega við völd!! Ég hitti fullt af nýju og skemmtilegu fólki og er endanlega sannfærð um að vinkona mín sé nú bara í góðum höndum þarna hinumegin á landinu :) ég kynntist m.a. ungri stúlku sem ætlar að halda skilnaðarpartí, a guy who wears a THONG, miklum megasaraðdáanda, manni sem spilar bridds og gengur undir ýmsum dulnefnum og tveimur stelpum sem skutu skjólshúsi yfir íbúa rauða tjaldsins á meðan rigndi í útilegunni :)
Bjórinn okkar framleiddi mikið af súrum húmor sem fékk að njóta sín og upp spratt allskyns vitleysa og bull sem við hlógum OFBOÐSLEGA mikið af!!! Skvísurnar höfðu aðsetur í OG VODAFONE tjaldi (sem ég get mælt með..það er samt erfitt að skipta um föt þar, best að sleppa því bara) og við sungum og sungum og sungum undir öruggu undirspili hins magnaða HEMILS (sem hét ekki Emil, heldur Danni en ekki Gunni eins og sumir héldu,hehehe), en honum tókst á undraverðan hátt að spila næstum allt sem við báðum um...
Ein besta útilega sem ég hef farið í í langan tíma :)
...það var þessvegna svoldið erfitt að keyra aftur heim, fer vonandi bara aftur við fyrsta tækifæri..
1 Comments:
Þetta var sgnuilldin ein Gyða mín:o)
Verðum að ,,taka 2"...
Skrifa ummæli
<< Home