mánudagur, ágúst 23, 2004

I lie in my bed, totally still, my eyes wide open, I´m in love again....

Ég er örugglega búin að lesa 10 blogg í dag sem byrja á orðunum "og nú er menningarnótt að baki" greinilegt að það fóru margir og gerðu e-ð...enda fullt fullt fullt af fólki í bænum!! og ég einmitt ein af þeim ;)
Lou Reed var á föstudaginn og ég og Hulda vorum alveg á síðasta snúning, náðum ekki nema hálftíma af tónleikunum. Það var nú samt gaman að sjá hann, stundvísi virðist ekki ætla að verða mín besta hlið (það sannast alltaf betur & betur..) en ég hef mér það til málsbóta að ég var ALVEG viss um að það myndi e-r hita upp :/ mér til mikillar ánægju missti ég samt ekki af lögum eins og Waiting for my man því það var bara ekki einusinni spilað... en jújú rokkprik fyrir Lou Reed ég bý að þessari reynslu alla mína ævi :)

Fr Halla hélt svo upp á ammælið sitt á laugardaginn..með pompi og prakt!! Æðislegur kjúklingaréttur, allskyns víntegundir í fallegum kristalsglösum, háhælaðir skór smullu í gólfið (m einstaka fótataki frá kínaskóm og gulum og rauðum strigaskóm) og húsið var fullt af pæjum sem allar ætluðu á menningarnótt. Forláta húsbíll ferjaði okkur svo í höfuðborgina, eftir að sumir höfðu tappað af rauðvínskút í líterskókflösku og við sungum alla leiðina, trallala...eins og glöggir lesendur sjá þá er ég sífellt að sætta mig betur við þá hlið á sjálfri mér sem syngur hástöfum þegar hún heyrir e-ð sniðugt lag ;)

Ég, Hulda og Auður tókum strikið beint á 22 þar sem við dönsuðum af okkur rassinn og höfðum ofsalega gaman...alltaf þegar e-r stakk upp á að fara e-ð annað þá heyrðist í mér eða Huldu "OOhh nei, heyriru lagið, við getum ekki farið núna!!" Og svo dönsuðum við og dönsuðum! Semígæran Íris lét sjá sig og svo hitti ég líka hana elsku Elsu mína. Hitt afmælisfólkið fór í Þjóðleikhúskjallarann og skemmti sér að sögn mjög vel...Soffía elskan hitti okkur svo og við (eða sko þær sem stauluðust ekki heim fyrir allar aldir!!) hófum för okkar niður Laugaveginn. Eftir dramatískt stopp á 11unni, þar sem mikið var í húfi og mikla leigubílaröð valt ég svo upp í rúm til Soffíu rúmlega hálfátta, í öllum fötunum m bláan maskara og svaf vært þangað til sólin potaði í mig á hádegi nokkrum klukkustundum síðar...Það voru því ansi beyglaðar og úfnar stúlkur sem fóru á KFC í gær. Ein blá kringum augun, hás af miklum söng og svoldið völt, hin úfin og haltrandi eftir extreme pissustopp kvöldið áður ;)

definetly a night to remember...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home