föstudagur, ágúst 20, 2004

Loksins frjáls!!!!!!!!!!!!!!

Fór í prófið í gær í stjórnmálaheimspeki, gæti ekki verið meira glöð að vera búin með það jibbí!!!!!!!!!! ;) Það var allur vindur úr mér samt eftir þessi ósköp, ég reyndi að hitta Fanný, Önnu og Gabríellu í smáralindinni en ég hugsa að ég hafi verið alveg eins og draugur... Og ekki spyrja mig hvernig fór því það kemur bara í ljós seinna!!
Ég sit hérna og iða í skinninu, ég hlakka svo til að fara á Lou Reed í kvöld :) það verður alveg æðislegt held ég bara. Tilhugsunin um að heyra lög eins og Vicious, víííííííí ég fæ gæsahúð! Sérstaklega þar sem ég hef búið við tónlistarsvelti undanfarna daga... Fékk smá sjokk áðan þegar ég var að hugsa hvar miðinn minn væri en svo mundi ég það að Hulda er með hann...hehehe þegar ég og Íris fórum á pixies þá gleymdi ég miðanum og þurfti að snúa við...mikið drama og mikið fjör svona eftirá að hyggja ;)
Annars var ég að lesa það að Prodigy ætluðu að koma hingað í 5.skipti held ég í október frekar en nóvember...ég fór nú einusinni þegar ég var bara lítil stelpa og það var ROSALEGT!!! þvílík upplifun fyrir litla gelgju að fara. Ég ætla að hugsa um það að fara aftur, hver veit...

afmælisbarn dagsins er hún Halla sem er að nálgast það hægt og bítandi að verða þrítug!!!!! Til hamingju m ammælið í dag elskan mín ;) ssssmuuuack frá mér til þín!...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home