Tekin á 114 km hraða og SLEPPT!!!
Já lögreglukerfið hér á landi hlýtur að vera spillt, ég var samt mjög fegin þar sem ég sat og beið dómsins..fékk bara skammir í staðinn og fékk svo að halda áfram heim á leið, gott mál :) Og ekki misskilja mig, ég lék enga heimska stelpu sem "fattaði ekki" hvað hún keyrði hratt..mér var bara einfaldlega sleppt!!! Fínir kallar svona löggur, hahahaha..
Annars var Verslunarmannahelgin frekar fjölbreytt hjá mér. Einkenndist af mikilli gleði og sorg. Afi var jarðaður á laugardaginn og mig langar að segja takk við ykkur öll sem hafið verið svo góð við mig :) elsku vinir mínir, hvar væri ég án ykkar!!!! Afi var sjálfur búinn að ákveða jarðaförina sína þannig að hún var öll í hans anda, kórinn söng Maístjörnuna og Internasjónalinn og ég hágrét áður en ég var komin inn í kirkjuna og svo næstum alla athöfnina, úff! Reyndar tókst prestinum að mismæla sig einu sinni og segja Snorri Sigfússon í staðinn fyrir Sigfinnsson en ég er svona að taka hann í sátt núna..við erum jú öll mannleg, er það ekki??
Ég fór síðan á síðbúinn Innipúka m Önnu, Fanný og fl en tókst samt að halda mig frá því að endurtaka leikinn síðan í fyrra ;) kannski af því við fórum svo seint...það var gaman samt, sáum allavega Trabant!
Og nú er bara alveg að koma helgi aftur, ótrúlegt en satt ;)
Mig langar að gera e-ð sniðugt...
Já lögreglukerfið hér á landi hlýtur að vera spillt, ég var samt mjög fegin þar sem ég sat og beið dómsins..fékk bara skammir í staðinn og fékk svo að halda áfram heim á leið, gott mál :) Og ekki misskilja mig, ég lék enga heimska stelpu sem "fattaði ekki" hvað hún keyrði hratt..mér var bara einfaldlega sleppt!!! Fínir kallar svona löggur, hahahaha..
Annars var Verslunarmannahelgin frekar fjölbreytt hjá mér. Einkenndist af mikilli gleði og sorg. Afi var jarðaður á laugardaginn og mig langar að segja takk við ykkur öll sem hafið verið svo góð við mig :) elsku vinir mínir, hvar væri ég án ykkar!!!! Afi var sjálfur búinn að ákveða jarðaförina sína þannig að hún var öll í hans anda, kórinn söng Maístjörnuna og Internasjónalinn og ég hágrét áður en ég var komin inn í kirkjuna og svo næstum alla athöfnina, úff! Reyndar tókst prestinum að mismæla sig einu sinni og segja Snorri Sigfússon í staðinn fyrir Sigfinnsson en ég er svona að taka hann í sátt núna..við erum jú öll mannleg, er það ekki??
Ég fór síðan á síðbúinn Innipúka m Önnu, Fanný og fl en tókst samt að halda mig frá því að endurtaka leikinn síðan í fyrra ;) kannski af því við fórum svo seint...það var gaman samt, sáum allavega Trabant!
Og nú er bara alveg að koma helgi aftur, ótrúlegt en satt ;)
Mig langar að gera e-ð sniðugt...
4 Comments:
Löggunni finnst við greinilega vera e-ð hættulegar þegar við erum saman í bifreiðum...??
Bara skil'etta ekki!!
Jæja ljúfan mín, gerðu nú einhver prakkarastrik um helgina;o) Hljómsveitaræfing jafnvel??
Kv. Anna Panna
já gæti verið..le duo dangeroux!!! driving down the road ;) og hvað eru margir stuðlar og höfuðstafir í því??
En ég er vel stemmd f eina æfingu eða svo :)
Gyða
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
hehehe sömuleiðis Lena mín, gaman að "sjá" þig..það fer svo lítið fyrir því að maður sjái fólk lengur..alltaf alltof mikið að gera...en vona bara að ég, þú og Íris sjáumst bráðum yfir latté og skemmtilegum sögum :)
Gyða
Skrifa ummæli
<< Home