sunnudagur, september 26, 2004

Big mama´s house...

Já mikið er ljúft að fara stundum heim til sín í faðm mömmu sem huggar, hlýjar og síðast en ekki síst býr til besta mat í heiminum!!!!!!!!
Ég er semsagt stödd á Selfossi í dag og ætla að hafa það notalegt :) hætta að velta mér upp úr öllum mínum áhyggjum í 1 djöfuls dag og hafa það gott!!!!

Ég fór á föstudaginn út með Írisi og Lenu eftir mikla trivial keppni heima hjá mér (sem endaði m sigri hinnar stórgáfuðu Gyðu að sjálfsögðu, hahah) og ofsa mikið hvítvín. Það var stormur úti, örugglega 45 vindstig því einhver píka sá hag sinn vænstan í því að STELA svarta flotta sjalinu mínu inni á 22 og hverfa með það út í nóttina og óveðrið....urrrrr hún er dauð ef ég sé hana með það einhversstaðar!!...allavega það var mjög gaman. Þetta var svona recovery djamm eftir leiðinlega viku og það tókst bara mjög vel :) við dönsuðum og dönsuðum og dönsuðum en urðum frá að hverfa þegar dj-inn á efri hæðinni tók upp á því að spila PHIL COLLINS sem er höfuðóvinur minn þessa dagana og ýmislegt annað óskemmtilegt. Við færðum okkur því um set þegar kl var að nálgast 6 og fórum á 11una en stoppuðum stutt því þar var ekkert gaman.... en í alla staði skemmtilegt kvöld :)

Verð að bæta því við að ég er örugglega með einn besta kennara í heimi. Benedikt Hjartarson heitir hann og kennir stefnur í bókmenntafræði. Ég sit hérna og er að prenta út glósurnar frá síðasta tíma sem ég fór ekki í og viti menn, ég þarf barasta ekki að hafa neitt samviskubit þó ég hafi ekki farið því maðurinn er búinn að setja inn á netið 19 bls af glósum!!!!!!! Það er nú örugglega meira en ég hefði afkastað sama þó ég hefði drukkið 3 kaffibolla, verið m hárið í teygju, setið fremst og notað nýjan penna :) ....þannig að nú þarf ég bara að lesa þetta allt saman...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home