mánudagur, september 13, 2004

....verkfall

Það liggur nú bara við að ég öfundi hana mömmu mína pínulítið að vera kannski að fara í verkfall. Frí um óráðinn tíma það væri nú ágætt :) ég er strax farin að hlakka til að fara í jólafrí! Ekki það að það sé leiðinlegt í skólanum þetta er bara stundum svoldið mikið! Skila fyrstu ritgerð strax á miðvikudaginn, hún á reyndar að vera mjög stutt en ég er samt ekki alveg tilbúin ennþá....þarf fyrst að kaupa bókina sem ritgerðin á að vera um, hmmm..

Ég er líka búin að vera í svo miklum flutningum sjáiði til. Allt samt komið á sinn stað núna :) það vildi mas svo skemmtilega til að það flutti fólk þar sem Hulda býr og skildi eftir dót og ég tók sófann þeirra heim til mín. Fallegur gripur (hmmmm), dökkgrár (eins og á fasteignasölubiðstofu), 2ja sæta og hægt að draga út dýnurnar...þetta verður fínt svona fyrst um sinn, ég kaupi bara efni utanum hann. Það sem mestu skiptir er að það var ekki skrýtin lykt af honum, engir blettir og engin eyðsla á efninu..Það eina sem mig vantar núna er nettenging sem "vinir" mínir hjá RHÍ hafa ekki enn sett upp :(

Svo talaði ég við nágrannastelpuna...man reyndar ekki alveg hvað hún heitir enda leist mér þannig á að hún vildi bara ekkert tala við mig. Anna, hún beitti þinni aðferð, fullt af jáum með mismunandi blæbrigðum ;)...stafar kannski af því að hún er feimin....eða þá að fyrstu kynni við mig hafi verið svona skelfileg??

Það er víst ekki hægt að gera öllum til geðs...hún á þá ekki eftir að koma í heimsókn í tíma og ótíma, hhhrrmpfff...

Var samt bara hálfa helgina heima, Auður átti nebblega ammæli og það var ofsa fín veisla í Dverghólum á Selfossi, sjávarréttasúpa a la auður, hornbaðkar fullt af bjór, flæðandi hvítvín, sykursprengjueftirréttur, æsispennandi trivial keppni sem endaði m sigri R&H (ragga + hulda) og endalaus hlátursköst = ég skemmti mér dásamlega vel...en var samt með smá timburmenn í heimsókn í gær :/ sem eru nú sem betur fer farnir í dag...

Það bíður mín hellingslestur og glósuvinna þannig að Salut þar til næst :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ beibí!! Þessi já aðferð er fín....en ætla að fara að bæta mig og setja mig verulega inn í vandamál þeirra sem hringja....right!!!
En vertu nú dugleg að taka myndavélina með í skólann;o) slumm

12:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

yes it will be taken care of...verst að myndavélasíminn góði er uppseldur á landinu í bili :)
gyða

6:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home