mánudagur, september 06, 2004

eins og sprengjuárás!!

Þannig er umhorfs heima hjá mér....allt útí kössum og dagblöðum og aftur kössum. Ég er rosalega löt að ganga frá þessu öllu, búin að skrúfa saman hillu, einn koll og eldhúsborð en hitt bíður. Rúmið mitt kom loksins í gær (ekki bundið ofan á ventoinn eins og ég hélt heldur á risa jeppa bundið á pallinn) og ég er á Selfossi núna að taka saman síðasta dótið og stela úr skápunum hjá mömmu :)
Helgin fór eiginlega öll í þetta flutningavesen, nema föstudagurinn þegar ég brá mér af bæ og fór á kaffibarinn m Huldu, Írisi og Soffíu.. skemmtilegt eins og alltaf, hehehe ;) SUS (samband ungra sjálfstæðismanna) var þarna með e-ð ársþing og fullt af gaurum sem "áttu heiminn" eins og það er orðað. "Hey, elskurnar loksins þegar það koma sætir strákar til Selfossar þá lítið þið ekki við þeim??" hmmm...féll ekki vel í kramið verð ég að segja. Frjálshyggja+hárgel+beigelituð jakkaföt+illa talandi kvikindi sem kunna ekki að beygja rétt...ekki fyrir mig allavega!
Mér tókst svo að enda alein labbandi heim í rigningunni en það var ekki skynsamlegt því ég var (í eitt af fáum skiptum) í hvítum Marilyn Monroe skóm með ca 8 cm hæl og tók því hænuskref til að detta ekki. Þegar ég nálgaðist Úthagann var ég orðin svo óþolinmóð að ég labbaði aðeins hraðar en það endaði ekki betur en svo að ég datt á rassinn!! Ein sem betur fer!!

Held mig bara við kínaskóna mína hér eftir... :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home