föstudagur, október 01, 2004

Breyttir tímar...og bestu vinir

Eins og er finnst mér ég vera eins og lítið laufblað í sviptivindi...sviptivindurinn mun þá vera lífið mitt sem er alveg að fara með mig þessa dagana. Ef ég væri nú ekki heppin að eiga vini hvar væri ég þá :)

Það eru ekki allir eins heppnir, sumir eiga jafnvel enga vini eða bara vini sem hlusta aldrei. Ég hef undanfarna daga tekið í sátt Lindu Pé auglýsingarnar um "það getur öllum liðið illa (dramtískt augnaráð og talar ofsalega hægt)" vinalínuna sína. Ég meina, fólk verður að geta leitað til einhvers...það versta í heiminum er að bera harm sinn í hljóði!!

Mér finnst ég því vera mjög heppin með fólkið í kringum mig...það er sko alltaf e-r sem nennir að hlusta og hjálpa og styðja og hugga :) takk fyrir það!!!!!!!!!!!!!!


3 Comments:

Blogger mandarina said...

Þú mátt alltaf fá Árnýjar-knús hvenær sem er :) þori ekki að lofa að þú sleppir marblettalaus út úr því en það er ástúð samt sem áður, doldið rough love bara ;)

4:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú mátt alltaf fá Árnýjar-knús hvenær sem er :) þori ekki að lofa að þú sleppir marblettalaus út úr því en það er ástúð samt sem áður, doldið rough love bara ;)

4:14 e.h.  
Blogger Gyda said...

hahaha gott að vita af því sæta :) Marblettir eru alveg í lagi..áþreifanleg væntumþykja er betri en engin!!

11:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home