þriðjudagur, október 26, 2004

Mín skoðun á airwaves!

Þær eru eflaust ófár úttektirnar sem má lesa um síðustu helgi...ég verð nú að segja það að ég er tiltölulega ánægð með þetta allt saman fyrir utan eitt...allt fólkið sem var ekki með armbönd!! farið heim heimska fólk hinir eru allir búnir að borga fyrirfram og eiga ekki að standa í röð!! Kannski er þetta bara mín óþolinmóða og ósanngjarna hlið en ég var helvíti fúl þegar ég ætlaði á nasa að sjá trabant og það var eins og verið væri að opna nýja ELKO verslun í kringlunni...röðin var lööööööng og allstaðar var fólk að tala um hvort það væri ekki hægt að borga sig inn :( urrrrr ég varð svoldið vond. Íris og Heiða og Lena þurftu líka að fara inn bakdyramegin á Gaukinn þrátt fyrir armband því það átti bara ekki að hleypa þeim inn...
Ég verð því bara að taka málin í mínar hendur og útbúa tvær raðir á næsta ári, fyrir hálfvitana og okkur hin ;) ...nei ég er að grínast, en allavega væri það sanngjarnara!

Tónlistin er samt auðvitað það sem máli skiptir..og það var nóg af henni!! Ég sá margt skemmtilegt og var sérstaklega hrifin af The Stills. Þeir sækja áhrif sín víðsvegar í margar af betri sveitum og það var því frábært að heyra í þeim. Mér fannst líka gaman að sjá Singapore Sling, það veldur sjaldnast vonbrigðum :) Yourcodenameis:milo komu á óvart...þeir voru góðir en ég bjóst við meiru. The Shins voru frábærir!!!! rosa skemmtilegt band..mínus: jah, svona ok, jújú en kannski kominn tími á nýtt prógram? Lifa svoldið lengi á þessu sama halldór laxness þema sínu.. og svona get ég haldið áfram að telja.. Annars held ég að það sé ómögulegt að sjá allt sem mann langar, ég missti allavega af helling! En ánægð samt með það sem ég sá :)
Fór á föstudaginn á Kerrang kvöld á gauknum, eftir stutta viðkomu á Kapital og svo aftur á gaukinn á laugardaginn. Með í för voru ofurpæjurnar Íris, Fanný, Heiða og Lena og við skemmtum okkur bara afskaplega vel...sérstaklega á laugardaginn ;)
Eftir að allt var búið fórum við svo á 22 og gerðum það sem ætlast er til af fólki niðrí bæ um helgi; drukkum okkur mökkölvaðar...innan um skátafélagið Leiknir og fleiri furðufugla (með fullri virðingu fyrir skátum, þeir dansa samt svoldið skringilega...kannski e-ð sem er kennt á Úlfljótsvatni, hver veit?)

Og núna líður mér eins og virkilegri námskonu; búin að skila af mér heimspekiritgerð (degi of seint samt) og finnst ég búin að sigra heiminn :) samt aðeins dropi í hafið Gyða mín...var að hugsa um það um daginn hvort ekki væri hægt að nýta e-ð af þessum kennurum í verkfalli til að sitja yfir fólki eins og mér og láta það læra?? Mér líður yfirleitt betur ef ég er í námsvænu umhverfi og hvað er betra en alvöru kennari í flókainniskóm? Verst að mamma er búin að vera ofurbusy síðan þetta allt byrjaði...hún er búin að nýta tímann við að föndra+skrifa öll jólakortin, já ÖLL, baka, þrífa allt frá toppi til táar og fleira og fleira..býð henni bráðum í heimsókn til mín..það er komið ryk ;)

Þrátt fyrir lítinn lestur þá gef ég mér samt alltaf tíma í önnur verkefni...ég er komin í ritnefnd Torfa með Gretu og Atla og líst bara vel á það samstarf... það er hægt að lesa blaðið á heimasíðu Torfhildar sem finnst ef farið er inn á www.hi.is~torf :) ´

...can´t you see what you´ve done to my heart and soul? It´s just a wasteland now!

Hrifin af þessari línu og disknum í heild sinni; antics með interpol. Ekki mikil breyting frá fyrri disknum en það er líka allt í lagi, sumu þarf ekkert endilega alltaf að vera að breyta...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home