sunnudagur, október 31, 2004

shit happens líka í verslunarferðum..

Til Danmerkur eftir 6 daga og nokkra klukkutíma :) Ég er þónokkuð farin að hlakka til og huga að undirbúning. Þarf t.d. að finna hæfilega ferðatösku til að taka með mér...e-a sem hægt er að troða nóg í, því ekki má ég sleppa því að skoða í búðir og kaupa allt sem hugurinn girnist. Er það ekki líka einkennismerki Íslendinga í útlöndum; kaupæði??
Minnist þess þegar foreldrar mínir fóru til Dublin í helgarferð og pabbi var alveg rasandi yfir einni konu sem fór og keypti 10 stk af gallabuxum...grey konunni til málsbóta þá voru þetta nú levi´s buxur, örugglega 501 því þetta var ca ´94..

Á milli þess sem ég gramsa í bílskúrnum eftir tösku og tel saman allt hugsanlegt fjármagn til að skipta í danskar krónur þá get ég ekki varist þeirri hugsun hversu langt sumir eru tilbúnir til að ganga til að kaupa það sem hugurinn girnist..

Ætli friðargæslumönnunum okkar knáu verði hugsað til 11 ára gamallar betlarastúlku í Kabúl, eða bandarísks kvenkyns hermanns sem báðar létu lífið í sprengjuárás sem gerð var í Chicken street???? Eða ætli þeir hugsi með sér, "jæja, shit happens!! Við munum að skipta um föt næst áður en við förum í verslunarferð" Eða sýnir þetta etv ótvíræð gæði írakskra teppa?? Þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að einstaklingar í hermannafatnaði ættu ekki að vera á ferðinni á þessari götu þá stóðust þeir félagar ekki mátið því þeir urðu að skoða sig um og finna sér e-a minjagripi..
á meðan líkin kólna í Írak vona ég að þeir geti yljað sér undir teppi, komnir heim með þjóðhetjustimpil og kannski næstu fálkaorðu fyrir fádæma heppni að hafa ekki orðið sprengjum að bráð!!!

Shit happens, þeir sem gerðu árásina rugluðust og drápu tvo saklausa einstkalinga í stað þess að murka lífið úr kaupóðum Íslendingum sem brutu reglur er vörðuðu líf og dauða...kennir það okkur ekki að vera betur undirbúin áður en við förum útí búð, það er aldrei að vita hvað getur gerst..

..og til að toppa okkar eigin kaupsýkisstimpil þá legg ég til að Ósóma hefji framleiðslu á bolum eins og þeim sem friðargæsluliðarnir klæddust þennan örlagaríka dag, því eins og þeir segja sjálfir í mogganum þá er þetta nokkuð "fyndið" orðatiltæki: chicken street, shit happens!!

...stundum skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur :/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home