fimmtudagur, október 21, 2004

Tarot spil..

Magnað, ég dró nokkur spil og allt sem á þeim stóð passaði svo vel. Ekki akkúrat samt það sem ég vildi heyra...ég hef líka tilhneigingu til þess að hugsa bara ég og mig og gott fyrir mig og fleira í þeim dúr. Kannski til að hlífa mér við sársauka, kannski bara því ég trúi því...? Öll spilin voru sammála um að ég ætti að hefja nýtt tímabil, leyfa fortíðinni að fljúga sína leið.... ef það væri nú bara svona auðvelt að sleppa henni frá sér, án fortíðarinnar finnst mér ég ekki eiga neina sögu, ekki vera neitt mikið, ein lítil Gyða í öllum heiminum??

Það kemur kannski að því seinna...


1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha. Þú þarft ekkert að segja skilið við foreldra þína og bernsku! vá þú náðir næstum mér í dramatík hahahaha.skondna stelpa :)

Árný

3:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home