sunnudagur, október 10, 2004

Vicious

Það kemur e-ð yfir mig þegar ég hlusta á þetta lag mér finnst það svo skemmtilegt... veit ekki hvað það er en ég fæ oft svona lög á heilann og þá er ekki nokkur leið að losna við þau. Þau verða bara að fá að fjara út af sjálfu sér... og á meðan er ég heltekin og hugsa vart um annað en að fá tækifæri til að hlusta á lagið. ...líf mitt í hnotskurn; andlega heltekin af óáþreifanlegum hlutum!

Annars er ég búin að hafa það ágætt búin að mata sjálfa mig á misgóðum myndum og pepsi. Ég var búin að gleyma því hvað bíómyndir geta verið góð afþreying...þar er hægt að hverfa inní annan heim í smástund og gleyma sínum.

Listi helgarinnar er eftirfarandi:

-Starsky & Hutch
-Edward Scissorhands
-Braveheart
-Cold Mountain
-Secrets & Lies....sem ég er reyndar ekki alveg búin með ennþá

hmmm..uppúr stendur Johnny Depp sem viðkvæmnislegur og yndislegur Eddi klippikrumla (svo ég noti nú íslenskuna), á skjön við samfélagið en þó eins og yfir það hafinn. Tim Burton er fraábær leikstjóri og ég get horft aftur og aftur á myndirnar hans, uppfullar af ímyndunarafli og öfgum. Næsta verkefni er að sjá allar Batman myndirnar aftur :)

Verst að ég er örugglega búin að beygla sjónvarpsgleraugun mín með því að liggja alltaf á hliðinni ofan á spönginni, þau pirra mig allavega það er eins og ég sé með mishá eyru því þau eru svo skökk :/

Ég er nú samt ekki alveg búin að innipúkast alla helgina...ég fór í útskriftarboðið hennar Gróu í gær og sá þar eitt flottasta hlaðborð sem ég hef séð!!! Veisluþjónustur hvað! Skildist að þetta væri allt heimagert bara....hvað er orðið um húsmóðursgenið í minni kynslóð?? ég gæti í mesta lagi gert bolluna...
Núna á fólk bara hús án húsmóðurhæfileika eins og Auður mín sem gerir heimsins bestu sjávarréttasúpu en er bara nýbúin að læra að sjóða hafragraut hahahaha ;)

...og nú er ég farin í sund


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home