þriðjudagur, nóvember 23, 2004

If you want af picture of the future, imagine a boot stamping on a human face...forever!

Þannig hélt ég að heimurinn yrði eftir vísindaferð síðasta föstudags, mér leið allavega eins e-ð hefði valtað yfir mig; með brotna tönn, bólgu við hægra kinnbein, marbletti víðsvegar um líkamann og ofsalega aum í olnboganum...svo ekki sé minnst á erfið eftirköst ofsalegrar drykkju, ég var svo þunn að ég var tilbúin að láta lífið!
Svo kom laugardagur, sunnudagur, mánudagur og í dag líður mér betur :)

Eftiráaðhyggja er þetta allt svoldið skondið.. Ætli við verðum það sem við viljum vera þegar við erum full eða brenglum við eigin sjálfsmynd með drykkju?? Ég veit svei mér ekki....
Og hver er þá tilgangurinn með þessu öllu? Gera sér glaðan dag og enda svo bara í e-u svartholi rugls og minnisleysis???
Ég er farin að sjá það núna að líklega snýst þetta allt um að kunna sér hóf, hmmm ;)

Samt sem áður..takk fyrir góða skemmtun á meðan á því stóð elsku samnemendur!!! :0)

..og svo gleymist þetta fljótt og fyrr en varir fer fólk að tala um hvað það ætlar að gera næstu helgi, það er svo ægilega langt síðan ég hef djammað alminlega...og sagan endurtekur sig að öllum líkindum.

Þangað til næst segi ég því, með þeim fyrirvara að allir verði búnir að gleyma því sem gerðist síðast, tíhíhí..





0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home