svefnleysi...
Mér finnst ég heyra þetta allstaðar..það getur enginn sofið lengur sem er mjög sorglegt. Hvað er betra en að leggjast til hvílu á köldu nóvemberkvöldi, fara undir hlýja sæng og loka augunum undir sætri lyktinni sem fylgir því að sofna???
Ég er samt örlítið glöð (eigingjarna ég) að vera ekki ein um þetta vandamál því nú veit ég að það eru fleiri að skoða stjörnurnar á nóttunni heldur en ég :)
...setti persónulegt met í nótt sem leið, ég sofnaði ekki fyrr en um 8!!!!!!!! um morguninn! Ef ég hefði nýtt tímann hefði mér kannski tekist að leysa einhver vandamál heimsins, eða mín.. Í staðinn lá ég og hugsaði um sjálfa mig og í hvaða stellingu er best að sofna; á maganum auðvitað!
kannski hef ég uppgötvað nýtt meðvitundarstig: svefnþrármeðvitund??
..allavega, 1 ritgerð í heimspeki búin, jibbí :) ég ætla að fara að vaska upp og þvo því það er aldrei að vita hvenær von er á gestum.
Mér finnst ég heyra þetta allstaðar..það getur enginn sofið lengur sem er mjög sorglegt. Hvað er betra en að leggjast til hvílu á köldu nóvemberkvöldi, fara undir hlýja sæng og loka augunum undir sætri lyktinni sem fylgir því að sofna???
Ég er samt örlítið glöð (eigingjarna ég) að vera ekki ein um þetta vandamál því nú veit ég að það eru fleiri að skoða stjörnurnar á nóttunni heldur en ég :)
...setti persónulegt met í nótt sem leið, ég sofnaði ekki fyrr en um 8!!!!!!!! um morguninn! Ef ég hefði nýtt tímann hefði mér kannski tekist að leysa einhver vandamál heimsins, eða mín.. Í staðinn lá ég og hugsaði um sjálfa mig og í hvaða stellingu er best að sofna; á maganum auðvitað!
kannski hef ég uppgötvað nýtt meðvitundarstig: svefnþrármeðvitund??
..allavega, 1 ritgerð í heimspeki búin, jibbí :) ég ætla að fara að vaska upp og þvo því það er aldrei að vita hvenær von er á gestum.
3 Comments:
Ekki ein um þetta, er orðin eins og gúbbýfiskur í framan af svefnleysi og vakna aldrei fyrir hádegi af því að þá er ég nýsofnuð helvtís helvíti. Vagga og velta hérna megin á nóttunni.
jæja elskan mín það er kannski ágætt að það eru fleiri illa fyrir kallaðir og stressaðir þessa dagana...;o) við gætum kannski stofnað samtök, já eða e-ð! þetta er allaveganna óþolandi! ,,Hæ ég heiti Anna...og ég er hætt að sofa...og lít illa út!"
jájá gyða mín svefnleysi er erfitt vandamál... en aftur á móti er ég með andstæðu þess vandamáls...vökuleysi ;) líttu á björtu hliðarnar, það er líklegra að manneskja eins og þú sem sefur aldrei bjargi heiminum frá glötun en manneksja eins og ég sem svef bara allan tíman og þegar ég vakna hef ég ekki hugmynd um hver bjargaði heiminum eða að honum hefði þurft að bjarga ;) en það er alltí lagi því þegar ég vakna segir þú mér bara allt sem er búið að gerast ;)
Ausa pausa
Skrifa ummæli
<< Home