laugardagur, desember 18, 2004

She´s lost control...

I could live a little better with the myths and the lies When the darkness broke in I just broke down and cried I could live a little in a wider line When the change is gone - when the urge is gone To lose control When here we come

...eitt af mínum uppáhaldslögum með Joy Division er þetta lag í þeirri útsetningu þar sem ofangreindur partur er lokahluti lagsins. Ég er búin að hlusta á Unknown Pleasures í allt kvöld, með lokuð augun og er löngu búin að gleyma því að það er próf á mánudaginn í stefnum í bókmenntafræði; fari þær fjandans til ég er í tónlistarlegu algleymi eins og er!

Stundum er eins og tónlist sé það eina sem gefur þér eitthvað; að hlusta á lag sem grípur það hugarástand sem þú ert í er miklu betra en að reyna að tala og útskýra...

Hver er líka tilgangurinn að tala þegar öll orðin sem þú segir endurspegla allt annað en það sem þú hugsar og togstreitan á milli tungunnar sem talar og heilans sem hugsar er að sprengja andlitið á þér; eitt andlit er of lítill vígvöllur fyrir stríð orða og tilfinninga

nema ég togi í kinnarnar og stækka það...?



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home