föstudagur, janúar 14, 2005

Föstudagur til fjár, var það ekki annars?

Djöfull er þetta erfitt, að púsla sér aftur saman og fara að vakna í skólann, borða hollan mat, læra, fá sér frískt loft, þvo þvott, vaska upp, hreyfa sig, hugsa rökrétt og skipulega og og og..

Ég er ekki viss um að mér takist þetta neitt á næstunni :/ búin að sofa 3svar yfir mig í vikunni, ekki borða grænmetið sem ég keypti og vaki ofsalega lengi á nóttunni. Allur sykurinn sem ég innbyrti um jólin er greinilega hægt og bítandi að yfirgefa líkamann og það er vooont!
Helst væri ég til í að búa til bækistöðvar undir eldhúsborðinu (eins og við systkynin gerðum þegar við vorum lítil), með fullt af púðum og sængum og með teppum yfir þannig að borðið er eins og tjald og kúra þar í híði eins og lítill bjarnarungi...mmm. Góðhjartað fólk væri svo velkomið að koma einu sinni á dag og fóðra ungann sinn á pepsi eða kaffi :)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Semi dansin, semi drunk, semi ravin
havin a GOOD time
will never forget friends
will remember enemies
DRUNK
brewin stone
in the citchen
makin love with a
foRk
it feels good

1:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home