fimmtudagur, júní 02, 2005

FOSSHÓTEL MOSFELL, GYÐA, GÓÐAN DAGINN!!!

Fyrsta næturvaktin..ég sit hérna á Hellu af öllum stöðum, klædd í fölgula ömmuskyrtu úr gerviefni og grænt gullhnappavesti; I´m a fashion disaster!!!!! Eftir að hafa haldið aumingja hótelstjóranum á fótum við að hjálpa mér í tölvunni þar til fyrir korteri síðan get ég nú loksins slakað aðeins á og drukkið ofsoðið, næstum 7klst gamalt kaffið mitt. Mmmm segið svo ekki að sumarið sé ekki yndislegt :)

Reyndar hugsa ég að þetta verði bara ágætt, vinn bara 15 daga í mánuði og nota hina dagana til að gera allt sem mér dettur í hug í svefndrukknum hausnum mínum.

Í eðli mínu er ég samt týpískt næturdýr.
Þegar ég var lítil gelgja lá ég stundum stífmáluð uppí rúmi og las fram á nótt í staðinn fyrir að labba austurveginn eins og miniútgáfa af mellu. Einu sinni kom ég líka heim af djammi og fór beina leið útí garð m teppi og bjór og jarðaber í nætur/dögunarpikknikk. Á það líka til að sauma frá mér allt vit á nóttunni þangað til puttarnir verða dofnir og hætta að hlýða mér...og svo er líka gott að liggja í sófanum hjá Fanný þar til sólin rís og tala og tala og tala :) jújú það er fínt að vaka á nóttunni...ef ég mætti bara vera skárri til fara búhúhú! Hégóminn alveg að fara með mig enda sit ég á móts við risastóran glugga og horfi á alla töffara bæjarins spóka sig um á misgóðum fararskjótum. Litli gaurinn á hjólabrettinu hefur vinninginn eins og er, en þetta er nú líka bara fyrsta vaktin ;)

það verður hinsvegar fróðlegt að sjá hvernig gengur að samræma vinnustað á Hellu, svefnstað milli vakta á Selfossi og bústað í Reykjavík...og ég sem á ekki einusinni bíl!!!!

2 Comments:

Blogger mandarina said...

Haha vaeri til i ad sjá tig í tessum fotum!

8:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já árný mín, þú féllir kylliflöt fyrir yfirgengilegum kynþokka mínum :)

3:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home