laugardagur, júní 11, 2005

This is G, reporting live from nowhere..

Stödd á Hellu og horfi hér út á aðalrúnt bæjarins. Á planinu beint á móti mér situr gaur í grænum jeppa með engu þaki og er að þenja vélina, hversu töff er það??? Við hlið hans situr ljóshærð mær og horfir á hann aðdáunaraugum á meðan svartur reykurinn stígur upp...og viti menn, þau keyra af stað en drepa á vélinni og gaurinn hoppar út og þarf að ýta tryllitækinu aftur inn á planið, HAHAHAHAHAHAHA dagurinn í dag er fullkominn :)

Annars mest lítið að gerast. Ég fór í 17 í gær að kaupa hlýrabol og minnti sjálfa mig aftur á það af hverju ég nenni ekki að versla í þessari búð. Ég kom inn og það kom stelpa sem var að vinna á móti mér. Eins og mar gerir venjulega í búð þá sagði ég góðan daginn en hún sagði bara já! Þetta var svona já eins og í: Já hvað vantar þig?? Fannst það frekar glatað. Ég fór svo á kassann m hlýrabolinn eftir að hafa fundið hann og þar var önnur að afgreiða. Hún tók orðalaust af mér polinn, tróð honum í poka og sagði svo 1590! viltu miðann? Frekar glatað líka...Kannski hefur Svava í 17 ekki efni á framkomunámskeiði fyrir stelpurnar sínar? Ég hef allavega bara séð svona hegðun þarna..

Já..svo er það Portúgal eftir einn og hálfan dag :) get ekki beðið það verður æðislegt!! Ég ætla að liggja og sleikja sólina og borða melónur og kiwi nammi namm og lesa hauga af vouge og cosmo og i-d jibbí :)

anyways, back 2 work

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég kíkji stundum á síðuna þína í gegnum síðuna hennar Auðar og það er alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín ;-)
En já, ég er svooo sammála þér með 17, bara glötuð þjónusta þarna! Í hvert skipti sem maður fer þangað þá ákveður maður að fara ALDREI aftur - em samt fer maður alltaf aftur. Ætli maður sé ekki bara svo barnalegur að trúa því að fólk geti breyst, eða að afgreiðslu-stelpurnar hafi bara verið á túr síðast þegar maður kom...
Kv. Jóhanna Sigríður

5:43 e.h.  
Blogger mandarina said...

Tetta er mjog lógískt.Taer eru náttlega módel! Afgreidslustarf er bara aukadjobbid. Madur faer líka broshrukkur ef madur brosir of mikid. og sérstaklega ef madur er ekki med báda helmingana jafn fallega tá hefur madur ekki alltaf tíma til ad snúa fallega helmingnum ad okkur og brosa.hehe

8:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

takk f og sömuleiðis jóhanna :)...ég veit ekki með þessar stelpur, halda þær kannski að það sé stöðutákn að vinna í 17 (verslun sem selur fjöldaframleidd föt á verði sem misbýður kúnnum eins og mér?). kostar samt ekkert að brosa sko! :) gyða

11:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home