mánudagur, júlí 04, 2005

Af Duran Duran og fleirum..

Jám hvað skal segja um þessa blessuðu tónleika. Ég var á pinnahælum og datt (nánar tiltekið riðaði til falls því ég réði ekki við 10cm), Ragga fann axlapúða á gólfinu sem mér finnst alveg ofboðslega sniðugt:) Duran Duran voru væmnir og leiðinlegir helming af tónleikunum og ágætir þann seinni. Ég komst að því að ég fíla þá ekki nema í hófi...eitt lag er nóg fyrir mig og það er james bond lagið þeirra sem ég man aldrei hvað heitir..

En..ég hlakka geðveikt til á morgun að sjá queens of the stone age!!!!! og foo fighters líka! Það mun aðeins lífga upp á tilveru mína sem samanstendur af ryksugum og skítugum klósettum (how low can u go!)

Jám..svo var ég líka full um helgina með skemmtilegu gellunum mínum á pæjudjammi :) held við séum ennþá allar þunnar, ég ætlaði varla að komast í vinnuna í morgun og ekki var Hildur skárri. Orðrétt þá sagðist hún vera eins og sveskja hahaha :) Íris var ekki til frásagnar í gær eftir allt sukkið + þynnkusukkið!...Fanný virðist vera mesta pæjan í hópnum því ef hún fer að djamma þá er fötunum yfirleitt stolið utan af henni..við endurheimtum þau samt saman við frekjurnar ;) og svo var Ragga líka frk tjútt sem hættir aldrei að dansa...

það er stundum gaman að vera til :) og kominn tími til!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh!!! Nú er ég abbó!!
Hér með, frá þessari stundu, er ég hætt að vera skynsöm og læt mig hafa það að vera þunn!! Þó að ég þurfi að sitja í bíl í 5 tíma daginn eftir;os
En mikið er ég glöð að þið skemmtuð ykkur vel...uppáhaldspæjurnar mínar,o*

kv. SkynsamAnna

11:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

elsku anna mín!! um leið og þú gekkst út af dillon þá var ég voða leið :( hefði sko líka viljað hafa þig lengur!!!! koma tímar koma ráð, það er nóg sumar eftir ennþá :)
Gyða

2:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home