laugardagur, júlí 23, 2005

gellu report...

Sit hér enn og aftur í svuntunni í vinnunni minni (eini staðurinn þar sem ég kemst á internetið) og var að gera rosa uppgötvun...ég hef engan hitt í svo langan tíma að ég er að verða skelfilega einmana!!! Allur minn tími virðist fara í það að vinna, þetta er ekki nógu gott:/ Ég á samt ekki annars kosta völ..launin hér eru víst ekkert til að hrópa húrra fyrir og því um að gera að taka allar aukavaktirnar!!

En það stendur til að bæta úr þessu...ég fór t.d m írisi á dillon í gær, sátum í makindum m light coke og rör á föstudagskvöldi á meðan aðrir gestir urðu sífellt fyllri og fyllri. Fyrst ég var m athyglina í lagi þá náði ég "óvart" að heyra svoldið sniðugt. Td sátu meðlimir ákv hljómsveitar stutt frá og voru mikið að spá í því hvort þeir væru búnir að meika það sem mesta rokkið í rvk. Því fl bjórar því meiri sjálfsálit segi ég nú bara ;)

Ótrúlegt en satt þá er svo verslunarmannahelgin bara næstu helgi!! Held ég sleppi þjóðhátíð, þangað hef ég heyrt að fari mikið af óábyrgum of gömlum helgarpöbbum sem ég nenni ekki að tala við. Innipúkinn hljómar meira spennandi..þá þarf ég heldur ekki að sofa í tjaldi heldur get ég skrölt uppí rúmið mitt (og við skulum vona að það takist því ég ætla ekki að slá nýtt met í innipúkahneykslum) ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home