laugardagur, júlí 09, 2005

Svuntuþeysir or something..

Er á minni fyrstu helgarvakt og fæ ekki msnið til að virka í þessari drasl hp tölvu sem líklega er frá árinu ´97, grrr!
Við hljótum að vera foxy gellur því einn gamli kallinn kvartaði undan því áðan að honum stæði alltaf svo mikið..og ég er ekki að grínast með þetta!!! Búningurinn minn er röndótt hvít og græn svunta og svartir gúmmihanskar, yep hlýtur að vekja upp mikla standpínu..

Kannski jafn mikinn bóner og ég fékk á tónleikunum í síðustu viku, úff!! Ekki af því dave grohl eða josh homme séu neitt sexý heldur bara það er svooo gaman að fara á góða tónleika!! QOTSA áttu kvöldið algjörlega, ég fíla þau allavega betur en foo fighters...hvað er samt málið m íslendinga af hverju þurfum við alltaf að klappa inní lög?? Ég fékk sömu aulahrollstilfinninguna og á kvöldvöku í Fsu forðum daga þegar Sigur rós komu og allir voru alltaf að klappa á vitlausum stað. Það endaði með því að þeir voru farnir að flissa uppá sviði og jónsi sagði að hér (in selfossville) kynni greinilega enginn lögin þeirra!!

Ég mæli líka með því að plötuverslanir landsins fari að taka sig saman um að eiga e-a diska til hjá sér!! Er orðin frekar pirruð á að ath hvort team sleep diskurinn sé kominn í skífuna því hann er aldrei þar! Það er alveg hægt að taka mig á taugum með svona hlutum, ef mig langar í e-ð þá verð ég að fá það strax annars get ég ekki hætt að hugsa um það...væri örugglega rosa gott fórnarlamb í svona shopping spree könnun.

...but back to work

1 Comments:

Blogger mandarina said...

geturdu ekki sent mér eina mynd af tessum búning, er ordin doldid forvitin

8:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home