miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Hvar á ég að byrja..

Það er orðið svo langt síðan síðast, ég nenni varla að segja frá öllu..Allavega, skólinn er byrjaður og háskólinn byrjar eftir 2 vikur. Jám Gyða bjartsýna er komin í iðnskólann í hönnun og í háskólann í bókmenntafræði, veiveivei:) Það verður semsagt sniðugt að fylgjast með mér þegar desember nálgast og tvöfalt prófastress kemur yfir mig!!

En þetta er ágætt, mér líst bara vel á þetta allavega ennþá.

Menningarnótt um síðustu helgi var fín. Reyndar er ég stórslösuð á löppunum eftir skóna mína og með sært stolt+hné eftir að hafa dottið á miðjum laugaveginum en það er ekkert...mar verður að brosa að lífinu stundum;) Tek það þó fram að ég datt ekki sökum ölvunar heldur tókst mér að renna í helv rigningunni, ehehe..

Ég hef líka komist að því að íslenskar konur hafa stórlega miskilið það að klæða sig í "hönnun" og gera það vel! Þæfðar risatöskur, brjálæðislega stór og skærlituð gleraugu, hörpokaföt með teygju í mittið og fáránlegir flatbotna skór...hmm ekki fyrir mig allavega, anyone????

Minnið mig á þessi orð þegar ég verð 37 og farin að kaupa ljótt keramikdrasl með hnetueyrnalokka, innpökkuð í ofinn ullarkjól!! Guðminngóður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home