mánudagur, nóvember 07, 2005

jólalög

Þrátt fyrir allt mitt umburðalyndi þá get ég nú ekki orða bundist ég var að komast að dálitlu sem fer rosalega í taugarnar á mér! Ég var að skoða fréttablaðið og sá þá frétt þar sem segir að kóngurinn Einar Bárðar hyggist stefna saman öllum helstu poppstjörnum landsins og búa til jólaplötu þar sem gömul lög verða sett í nýjan búning og fneh..
Sko ég hef ekkert á móti þarna jónsa og birgittu og nylon en geta þau ekki bara sungið sín eigin jólalög?? Mér finnst æðislegt að heyra gömlu lögin, þau eru búin að fylgja mér síðan ég var krakki og ég nenni bara ekki að fara að heyra þau "poppuð upp" m e-m fáránlegum hljómborðstakti og britney spears stunum. Sorrý!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ekki nóg með þessi nöfn, heldur verður sveppi þarna líka, kann hann e-h að syngja.... en maður á samt eftir að selja helling af þessu.

3:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home