föstudagur, nóvember 04, 2005

Í nafni föður sonar og heilags anda..We bring u ELVIS

Í tilefni þess að ventoinn minn kæri komst heill úr viðgerð (m lágmarkskostnaði), fær vetrardekk á morgun og er með allt sem þarf til að komast í gegnum skoðun þá ákvað ég að gefa honum nafn. Hann hefur verið skírður ELVIS. Við héldum tvö saman á friðsælan stað þar sem ég sprautaði yfir hann úr kampavínsflösku og hlustaði á Heart of Glass m Blondie á meðan. Þeir fáu fuglar sem ekki eru horfnir til heitari landa tóku undir með okkur og sólin skein skært..þetta var yndislegt :)

Frábiðjum okkur allar gjafir en biðjum ykkur í stað þess að leggja fé í sjóð sem stofnaður verður um að fá hita í hringveginn fyrir árið 2016 svo útrýma megi allri hálku!

Önnur verkefni helgarinnar kalla á rauða hælaskó og massífa augnmálningu, jamm það er FEMMES FATALES saumaklúbbur og hann verður mas haldinn á selfossi. Auður er næst í röðinni en ég treysti henni fullkomlega til að sitja við stjórnvölinn á morgun og hafa hemil á okkur hinum;)
Með minni heppni þá kemst ég kannski á pakkhúsið að hlusta á "fiskinn minn, namminamminamm" eins og gerist alltaf ef ég læt sjá mig þar!! Það verður samt forvitnilegt því Ragga stakk uppá svo skemmtilegum drykkjuleik ef við myndum lenda í þeim aðstæðum...

Rock on FEMMES FATALES!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home