sunnudagur, desember 18, 2005

get ekki haldið í mér lengur!!!!!

Ég var búin að lofa sjálfri mér því að hafa enga skoðun á ísl bachelornum en þetta er búið að ganga yfir mig í bylgjum og ég bara get ekki haldið í mér lengur!!!!
Hversu ömurlegur var þessi lokaþáttur ég á nú bara ekki orð. Skil ekki hvað er að þessum gellum að sitja þarna allar í röð hjá Sirrý þykjast vera æðislega töff gellur að ætla að sko að gera gaurinn kjaftstopp þarna í beinni en koma svo auðvitað út eins og bitrar, grenjandi aumkunarverðar gellur í staðinn! Hann valdi ekki ykkur, deal with it!

Ekki það að bachelorinn sjálfur sé í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, búinn að lifa í vellystingum útá það eitt að geta reynt við stelpur í sjónvarpinu og eytt í það peningum eins og mofo á meðan börn svelta í heiminum og ísl fjölskyldur geta varla haldið jól saman...

Og til hvers er þetta allt saman?? Það er ekkert raunverulegt við það að deila strák m 20 gellum og fara á rúntinn í limmu eftir að hafa verið gerð sæt af hárgreiðslumeisturum og mac förðunarpíum. Svo ég tali nú ekki um það að leika sér að tilfinningum fólks. Er ekki markmiðið m þessu að ná eins mörgum emotional outbursts eins og hægt er og endursýna það svo milljón sinnum? Sá allavega einu sinni auglýsingu fyrir þennan blessaða þátt þar sem það var sýnt í slowmo þegar ein gellan stóð grenjandi eins og fáviti og fór svo að taka utanum alla eins og hún ætti lífið að leysa....

Anyways..bachelor ekki fyrir mig, væri frekar til í að horfa á best of Allt í drasli

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru bara verstu þættir í heimi!! fannst alveg frábært að gera tengingu milli fólk með sirry og bachelor vegna þess að þetta eru jú bæði þættir sem eru svo vondir að það hálfa væri nóg!!

10:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jaá eða sko vondur þáttur í þeirri meiningu að hann gerir vont við sálina á þessum aumingja manneskjum. Ég skil ekki hver leitar eftir því að láta hafna sér svona...í sjónvarpinu! en það geta víst ekki allir verið eins og ég..gyða

4:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur nú samt náð að fylgjast með þessu rófan mín;o) hihihi
kv. Annie

4:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já..eftir að það var gerður sér dálkur um það í dv þar sem stelpurnar sem voru reknar heim fengu að tjá sig um þetta allt saman þá ákvað ég að missa sko ekki af catfightinu í lokaþættinum ;) gyða

6:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home