mánudagur, janúar 16, 2006

Ekkkkki reyna að segja mér að þú lesir ekki DV?

Sumt fólk virðist lifa í e-m blekkingarheim um að það sé e-ð skárren aðrir og það fer geðveikt í taugarnar á mér. Í kjölfarið á allri slæmri umfjöllun um DV þá heyri ég aðra hverja manneskju lýsa því yfir (m hægri hönd á hjartastað) að hún lesi sko aldrei DV því umrætt blað sé rusl og innihaldi þvílíkan rógburð að það hálfa væri nóg...Ég ætla ekkert að neita því en þó blaðið sé rusl, og þess þá heldur kannski, þá lesa það ALLIR! Sama á við um séð&heyrt og hér&nú...Í hvert einasta skipti sem ég fer í 10-11 þá stendur e-r þar m bunka af þessum blöðum fyrir framan sig og er að skoða. Blöðin liggja frammi á öllum biðstofum, á hárgreiðslustofum, kaffihúsum líkamsræktarstöðvum og á ansi mörgum kaffistofum...og alltaf þegar ég er á umræddum stöðum þá er e-r að lesa!! Sættum okkur bara við það að manneskjan er í eðli sínu slæg vera sem hefur lúmskt gaman af fréttum og slúðri um aðra. Og það þýðir ekkert að þræta fyrir svona hluti því þetta er bara innbyggt í mannlegt eðli!

Mér finnst líka margir þræta fyrir þetta með því að segjast bara lesa erlend slúðurblöð því þessi íslensku séu svo ómerkileg að þau séu alltaf að skíta út stjörnurnar ,,okkar"...hmmm frekar mikil þversögn!! Eins og þarna Bubba málið og fréttin um framhjáhaldið. Auðvitað er þetta ljót frétt og ég finn mikið til með fjölskyldu þeirra að lenda í þessu, en það þýðir samt ekkert að hneykslast á henni og sjúga svo á sama tíma í sig allt sem stendur í Hello um það hvernig Brad Pitt heldur framhjá Jennifer Aniston.

Bleh...ekki reyna að vera e-ð annað en þið eruð!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég SVERÐA ég les ALDREI DV!!! ;)

11:13 e.h.  
Blogger Gyda said...

heheh nei einmitt...ekki ég heldur!! :)

12:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home