fimmtudagur, febrúar 02, 2006

á ég að tala um umburðarlyndi..

Ég bókstaflega hata það stundum að geta ekki fengið að vera í friði heima hjá mér! Á stúdentagörðum er það bara ekki alltaf hægt..Eins og í gær. Gaurinn sem býr við hliðina á mér er fáviti sem öskrar á sjónvarpið sitt, gargar yfir íþróttaleikjum og syngur líka hvatningarlög..og nei ég er ekki að ýkja það!!! Hann á það líka til að öskra bara svona allt í einu, nokkurs konar frumöskur örugglega tilkomin af velgengni í tölvuleikjum. Í gærkvöldi vakti hann mig tvisvar, fyrst með því að öskra: ,,fokking drasl" og síðan með því að skella svalahurðinni sinni svo fast að ég hélt hann hefði brotið e-ð....Annaðhvort þarf maðurinn nauðsynlega að fara að stunda kynlíf eða þá fara á anger management námskeið því þetta er ekki heilbrigð hegðun!! Ég hef tvisvar lent í því að labba fyrir aftan hann útí búð og í bæði skiptin gekk hann álútur með kreppta hnefa og horfði í gegnum augabrúnirnar sínar....þetta er gangandi tímasprengja!

Ég á samt fleiri pirrandi nágranna. Gaurinn sem býr fyrir ofan mig pissar alltaf í miðja klósettskálina þannig að ég heyri það ALLTAF þegar hann pissar...það er frekar pínlegt allt saman.
Parið við hliðina á mér hlustar oft á genesis og michael bolton...og það heyrist stundum í þeim þegar...
Og svo var bíllinn minn skreyttur eftir síðustu helgi, búið að raða 3 bjórdósum ofan á hann..

...og á stúdentagörðum búa verðandi gáfumenni og snillingar sem erfa munu landið

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vá þú ert með bara alla formúluna af pirrandi nágrönnum... kannski ert þú bara tilraunadýr hjá einhverjum gáfumannahóp yfir hvað mannvera þolir mikið áreiti... finnst þetta nefnilega óeðlilega mikið af pirrandi nágrönnum...

3:45 e.h.  
Blogger Gyda said...

haha örugglega! En þá hef ég örugglega verið undir eftirliti síðustu árin því hver man ekki eftir Baldri hinum fima sem dansaði alltaf við stjórnina í næsta herbergi :)

7:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home