miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Roadkill

Það verður víst ekki annað sagt en að hér sé alltaf hægt að lesa um ófarir ungrar stúlku...

Í gær hjólaði ég heim úr vinnunni í sól og blíðu og var svona að velta því fyrir mér að fara í sund eða gera e-ð sniðugt í sólinni. Þegar ég á ca 15 sek eftir heim (bý ekki yfir formskynjun og þal ekki fjarlægðarskynjun heldur) þá keyrir kona í hvítum station bíl á mig og ég kastast á bílinn hennar með hjólið mitt í fanginu, hún snarbremsar og ég hendist af bílnum hennar og á götuna eins og sannri hasarhetju sæmir. Hjól og stúlka urðu eitt á götunni í furðulegum haug af útlimum, stýri og beygluðum gjörðum.
Hjólið mitt er ónýtt. Ég er öll marin og blá....Nei ég var ekki m hjálm, er ekki næg refsing að þurfa að fara allar sínar ferðir á hjóli! Læknanemi á bráðamóttöku fékk að þukla mig alla til að kanna hvort ég væri brotin..fékk líka tvær blóðnasir, semsagt tvisvar sama daginn.

Eins gott að Snorri gaf mér sumargjöf í gær, nýja diskinn m Hot Chip...

4 Comments:

Blogger Anna Margret said...

Hvurslags er þetta elsku vinkona!!!! Pfff station bílar eru líka bara fyrir aumingja! Þú verður að fara vel með þig elsku dúllan mín:o*

9:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það var nú gott að þú meiddir þig ekki neitt alvarlega á þessu...

11:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já lífid er ekki alltaf dans á rósum gyda min...við getum stofnað óheppnaklúbbinn... en ég skal gefa þér smá huggunargjöf eina nott með jhonny vini okkar.. hann er nu alltaf með laust plass hja sér nema tegar eg er hja honum!! en sjaumst i vinnunni sæta!

11:16 f.h.  
Blogger mandarina said...

vá gott ad tad er allt í lagi med tig! sendi tér stóran koss saeta stelpa. í nótt dreymdi mig ad ég vaeri á íslandi og vaeri ad djamma og tá hitti ég tig eitthvad á roltinu.

4:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home