sunnudagur, október 01, 2006

Nowhere man

ég var stödd í strætóskýli um daginn. Með mér var maður, einn af ógæfumönnum borgarinnar. Hann sat á bekknum en ég stóð. Hann var í ræfilslegum fötum m skeggbrodda, fullur, en um leið svo góðlegur á svipinn. Ég stóð og var að skipuleggja daginn í huganum þegar maðurinn fer allt í einu að vesenast á bekknum. Upp úr vasanum dró hann upp kókosbollu í grænum nammipoka og stakk henni svo hálfri upp í sig.

Deginum var bjargað...skeggbroddarnir og hvítt kremið pössuðu svo vel við haustsólina en voru samt í svo rosalegu ósamræmi hvert við annað að ég gat ekki annað en hlegið inn í mér..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home