föstudagur, janúar 12, 2007

tölvunámskeið fyrir konur

Æji ég er orðin svoldið þreytt á þessum endaulausu kk/kvk skilyrðingum sem er endalaust verið að setja manni...Alveg eins og svona aulabrandarar, ,,hvað þarf margar konur til að skipta um ljósaperu?'' eða ,,Guð skapaði manninn því titrarar slá ekki blettinn'' hlæhlæ (eða þannig). Skil bara ekki alveg þennan kynjameting sem fólki finnst svo ofsalega gaman að velta sér upp úr. Það er ekki kynið heldur sálin sem gildir og vá hvað ég hef hitt jafn margar nautheimskar og almennt illa innrættar stelpur sem stráka, konur og karla líka.
Það stakk mig pínu að sjá auglýst tölvunámskeið bara fyrir konur þar sem fara á í grunnþætti almennrar tölvuvinnslu því ég hreinlega fullyrði að svoleiðis námskeið yrði seint í boði fyrir karlmenn. Af hverju leyfum við svona samfélagslegar alhæfingar??
Allir kk sem hafa áhuga á grunnþætti almennrar tölvuvinnslu eru vinsamlegast beðnir um að fletta mér upp í símaskrá og hafa samband og saman getum við komist til botns í því hvort það sé erfðafræðilegur galli ef kk kunna ekki á tölvur, eða hvort hér sé um hreina mismunun að ræða....nema þá að konur vilji læra á tölvu án þess að hafa kk nálægt og því sé verið að svara þeirri eftirspurn, hvað veit ég svo sem...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég tók líka eftir þessari auglýsingu og er gjörsamlega sammála þér... eins og svo oft áður ;)
Ég get örugglega skrapað saman allmörgum karlmönnum sem kunna mun minna á tölvur en ég... Það að kunna minna en ég á tölvur er ekki mikið svo þeir gætu alveg haft gott af svona námskeiði... Og já ég skil ekki alveg þessa karlar/konur skiptingu... er að vona að hún sé að verða úrelt svo við þurfum ekki lengur að lifa í einhverjum hlutverkum sem skilgreina okkur... er samt alveg til í að halda í þessa skiptingu á búningsklefum í sundlaugum... en annars má hún fjúka ;)

11:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home